Gunnar Nielsen varði víti og Stjarnan slapp með 2-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2015 17:01 Gunnar Nielsen var frábær í kvöld. Vísir/Stefán Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skosku meisturunum í Celtic í kvöld þegar liðin mættust á Celtic Park í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Gunnar Nielsen, færeyski markvörður Stjörnuliðsins, átti frábæran leik í markinu og varði margoft frá leikmönnum Celtic þar á meðal vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Stjarnan á því enn smá von um sæti í næstu umferð og munaði þar miklu um að Celtic-liðið náði ekki að bæta við þriðja markinu á lokakafla leiksins. Celtic náði upp mikilli pressu í fyrri hálfleiknum en það munaði bara einni mínútu að Garðabæjarliðið færi með hreint mark inn í hálfleik. Dedryck Boyata, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir Celtic, braut ísinn á 44. mínútu með flottum skalla eftir hornspyrnu Stefan Johansen. Markið hafði legið í loftinu en samt svekkjandi fyrir Stjörnuliðið þegar var svona stutt í hálfleikinn. Stjörnumenn létu þó ekki bugast af þessu mótlæti og komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Jeppe Hansen, Arnar Már Björgvinsson og Hörður Árnason fengu allir tækifæri til að skora á góðum kafla liðsins í upphafi seinni hálfleiks en Celtic slapp með skrekkinn. Skotarnir nýttu sér þá sofandahátt í vörn Stjörnumanna sem endaði á því að Stefan Johansen fékk sendingu í gegnum miðja vörn Stjörnumanna og skoraði auðveldlega. Celtic tók í framhaldinu öll völd á vellinum og það stefndi í fleiri skosk mörk enda ennþá meira en hálftími eftir af leiknum. Stjörnumenn héldu þó velli og fengu ekki á sig fleiri mörk þótt að nokkrum sinnum hafi munað litlu. Gunnar Nielsen kom til bjargar á 78. mínútu þegar Hörður Árnason fékk dæmt á sig víti fyrir brot á Stefan Johansen. Gunnar Nielsen varði vítið frábærlega frá Leigh Griffiths. Gunnar Nielsen varði einnig mjög vel frá Stuart Armstrong á lokamínútu venjulegs leiktíma en það var áttunda markvarsla hans í leiknum á Celtic Park í kvöld.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira