Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2015 09:38 Baldur Guðmundsson býr við Fossvoginn og hefur fundið 37 bit á líkama sínum. Vísir/Facebook/map.is Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Sjá meira
Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Sjá meira
Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15