Bjarni Ben boðar 8,9 prósenta hækkun hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. júlí 2015 13:52 Bjarni segir hækkun bóta verða á grundvelli launaþróunar á árinu. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að örorku- og ellilífeyrir muni hækka um 8,9 prósent fyrir árið 2016. Það verði gert á grundvelli þeirrar launaþróunar sem hafi verið á árinu og að frumvarp til hækkunar bóta verði lagt fram í september. Frá þessu greinir Bjarni á Facebook-síðu sinni en hann segist reglulega fá spurningar um hve mikið bætur almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyrir, muni hækka í kjölfar þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu. Bjarni vísar í 69. grein laga um almannatryggingar þar sem segir að „bætur almannatrygginga (og tilteknar aðrar greiðslur og fjárhæðir) skuli breytast árl ega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag. Ég verð var við að margir spyrja hve mikið bætur almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyrir, muni hækka í kjölfar...Posted by Bjarni Benediktsson on 6. júlí 2015 Óttast að ráðherrann sé að „bulla“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, tjáir sig einnig um málið á Facebook. Þar furðar hún sig á því að tölur hans séu ekki í samræmi við ríkisfjármálaáætlun, sem samþykkt var á þingi fyrir nokkrum dögum en þar er gert ráð fyrir að hækkun bóta verði 3,5 prósent. „En ef fjármálaráðherrann er ekki að bulla á facebooksíðu sinni telur hann sig allavega ekki vera bundinn áætlun um hækkun bóta almannatrygginga. En ætli hann sé bundinn af forsendunni um að skera niður í ríkisrekstri ef laun ríkisstarfsmanna fara yfir 2% umfram verðbólgu,“ skrifar Oddný og bætir við að hún bíði spennt eftir næstu Facebook-færslu. Ætli facebooksíða fjármálaráðherra sé áreiðanlegri en ríkisfjármálaáætlun sem samþykkt var fyrir nokkrum dögum á þingi? ...Posted by Oddný Harðardóttir on 6. júlí 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að örorku- og ellilífeyrir muni hækka um 8,9 prósent fyrir árið 2016. Það verði gert á grundvelli þeirrar launaþróunar sem hafi verið á árinu og að frumvarp til hækkunar bóta verði lagt fram í september. Frá þessu greinir Bjarni á Facebook-síðu sinni en hann segist reglulega fá spurningar um hve mikið bætur almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyrir, muni hækka í kjölfar þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu. Bjarni vísar í 69. grein laga um almannatryggingar þar sem segir að „bætur almannatrygginga (og tilteknar aðrar greiðslur og fjárhæðir) skuli breytast árl ega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag. Ég verð var við að margir spyrja hve mikið bætur almannatrygginga, einkum elli- og örorkulífeyrir, muni hækka í kjölfar...Posted by Bjarni Benediktsson on 6. júlí 2015 Óttast að ráðherrann sé að „bulla“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, tjáir sig einnig um málið á Facebook. Þar furðar hún sig á því að tölur hans séu ekki í samræmi við ríkisfjármálaáætlun, sem samþykkt var á þingi fyrir nokkrum dögum en þar er gert ráð fyrir að hækkun bóta verði 3,5 prósent. „En ef fjármálaráðherrann er ekki að bulla á facebooksíðu sinni telur hann sig allavega ekki vera bundinn áætlun um hækkun bóta almannatrygginga. En ætli hann sé bundinn af forsendunni um að skera niður í ríkisrekstri ef laun ríkisstarfsmanna fara yfir 2% umfram verðbólgu,“ skrifar Oddný og bætir við að hún bíði spennt eftir næstu Facebook-færslu. Ætli facebooksíða fjármálaráðherra sé áreiðanlegri en ríkisfjármálaáætlun sem samþykkt var fyrir nokkrum dögum á þingi? ...Posted by Oddný Harðardóttir on 6. júlí 2015
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira