Ungir hlauparar endurbyggja skóla í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 17:04 Nemendur í Kársnesskóla söfnuðu 100 þúsund krónum. Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira