Samþykkt að setja lög á verkföll Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 21:12 Ríkisstjórn Íslands vísir/vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar um klukkan átta í kvöld þar sem samþykkt var leggja fram frumvarp sem stöðvar verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðherrar í ríkisstjórn vörðust allra fregna að loknum fundi en Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, sagði þó löngu tímabært að verkföllum lyki. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið upplýstir um þetta frumvarp en þing kemur saman í fyrramálið en ekki klukkan hálf eitt eins og dagskrá þingsins gerði ráð fyrir. Vegna þessara breytinga verður enginn reglulegur ríkisstjórnarfundur á morgun.Uppfært klukkan 21:20: Nú fyrir stundu barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu vegna málsins sem má lesa hér fyrir neðan:Verkfallsaðgerðum verði frestaðRíkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í kvöld að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 1. júlí 2015 verkfallsaðgerðum einstakra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til umfjöllunar og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi eins skjótt og unnt er.Í frumvarpinu er verkfallsaðgerðum frestað til 1. júlí næstkomandi og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná samkomulagi á farsælan hátt, ella fari kjaradeilan í gerðardóm. Ljóst er að við óbreytt ástand verður ekki búið enda þykir sýnt að núverandi aðstæður skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga. Í ljósi þeirra gagna sem Embætti landlæknis hefur aflað sér frá heilbrigðisstofnunum og frá einstökum sjúklingum er ljóst að alvarleiki málsins er mikill gagnvart öryggi sjúklinga. Í minnisblaði Embættis landlæknis til ríkisstjórnarinnar, dags 4. júní sl. segir: ,,Verkföllum verður að ljúka tafarlaust, ef ekki á illa að fara. Það ástand sem hefur skapast er óþolandi og kemur til með að valda óbætanlegu tjóni fyrir fjölda sjúklinga og skaða heilbrigðisþjónustuna bæði til skamms tíma og til lengri tíma litið. Stjórnvöld bera nú ábyrgð á því að ljúka þessu ástandi með einum eða öðrum hætti.“Þá er ljóst að deilan hefur valdið nokkrum atvinnugreinum miklum búsifjum og ljóst að óbreytt ástand mun valda miklum skaða. Verkfallsaðgerðir hjá sýslumannsembættum og dýralæknum koma niður á réttindum annarra og hafa neikvæð áhrif á ráðstöfun eigna, viðskipti og framleiðslu svo fátt eitt sé nefnt.Stjórnvöld standa frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inn í kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun er ekki léttvæg. Til grundvallar þeirri ákvörðun liggur það mat deiluaðila og ríkissáttasemjara að ekki séu forsendur fyrir samningum eða frekari fundarhöldum eins og málin standa nú og lausn sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til samninga. Einnig er ljóst að ekki tókst að ná sátt um skipun sérstakrar sáttanefndar sem hefði umboð til að grípa inn í deiluna. Að mati ríkisstjórnarinnar verður því ekki undan því vikist að Alþingi bregðist við eins fljótt og auðið er. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar um klukkan átta í kvöld þar sem samþykkt var leggja fram frumvarp sem stöðvar verkfall Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðherrar í ríkisstjórn vörðust allra fregna að loknum fundi en Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, sagði þó löngu tímabært að verkföllum lyki. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið upplýstir um þetta frumvarp en þing kemur saman í fyrramálið en ekki klukkan hálf eitt eins og dagskrá þingsins gerði ráð fyrir. Vegna þessara breytinga verður enginn reglulegur ríkisstjórnarfundur á morgun.Uppfært klukkan 21:20: Nú fyrir stundu barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu vegna málsins sem má lesa hér fyrir neðan:Verkfallsaðgerðum verði frestaðRíkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í kvöld að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 1. júlí 2015 verkfallsaðgerðum einstakra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til umfjöllunar og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi eins skjótt og unnt er.Í frumvarpinu er verkfallsaðgerðum frestað til 1. júlí næstkomandi og aðilum falið að nýta þann tíma til að ná samkomulagi á farsælan hátt, ella fari kjaradeilan í gerðardóm. Ljóst er að við óbreytt ástand verður ekki búið enda þykir sýnt að núverandi aðstæður skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga. Í ljósi þeirra gagna sem Embætti landlæknis hefur aflað sér frá heilbrigðisstofnunum og frá einstökum sjúklingum er ljóst að alvarleiki málsins er mikill gagnvart öryggi sjúklinga. Í minnisblaði Embættis landlæknis til ríkisstjórnarinnar, dags 4. júní sl. segir: ,,Verkföllum verður að ljúka tafarlaust, ef ekki á illa að fara. Það ástand sem hefur skapast er óþolandi og kemur til með að valda óbætanlegu tjóni fyrir fjölda sjúklinga og skaða heilbrigðisþjónustuna bæði til skamms tíma og til lengri tíma litið. Stjórnvöld bera nú ábyrgð á því að ljúka þessu ástandi með einum eða öðrum hætti.“Þá er ljóst að deilan hefur valdið nokkrum atvinnugreinum miklum búsifjum og ljóst að óbreytt ástand mun valda miklum skaða. Verkfallsaðgerðir hjá sýslumannsembættum og dýralæknum koma niður á réttindum annarra og hafa neikvæð áhrif á ráðstöfun eigna, viðskipti og framleiðslu svo fátt eitt sé nefnt.Stjórnvöld standa frammi fyrir þeim erfiða kosti að grípa inn í kjaramál deiluaðila og sú ákvörðun er ekki léttvæg. Til grundvallar þeirri ákvörðun liggur það mat deiluaðila og ríkissáttasemjara að ekki séu forsendur fyrir samningum eða frekari fundarhöldum eins og málin standa nú og lausn sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til samninga. Einnig er ljóst að ekki tókst að ná sátt um skipun sérstakrar sáttanefndar sem hefði umboð til að grípa inn í deiluna. Að mati ríkisstjórnarinnar verður því ekki undan því vikist að Alþingi bregðist við eins fljótt og auðið er.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36
Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22
Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21