Lars: Væri að ljúga ef ég segði við ættum ekki góðan möguleika Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 21:58 Vísir/Ernir Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Sjá meira