Þakkarræða Halldóru sló í gegn: "Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2015 21:24 Halldóra Geirharðsdóttir hlaut mikið lof fyrir ræðu sína á Grímuhátíðinni í kvöld. Vísir/Andri Marinó Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015 Gríman Leikhús Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona sló rækilega í gegn með þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Grímunnar, sem fram fór í kvöld. Halldóra, sem valin var besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í sýningunni Billy Elliot, hlaut mikið lófaklapp viðstaddra fyrir að nýta ræðutíma sinn í að fjalla um stöðu barna efnaminni fjölskyldna í samfélaginu. „Það sem mig langar að segja, og þá fá ég kökkinn í hálsinn því mér liggur það á hjarta, er að mér finnst samfélagið okkar vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi meiri og meiri pening í poka til þess að börnin þeirra eigi framtíð. Og eigi jafnmikla möguleika og hvert einasta barn í þessu landi,“ sagði Halldóra. „Við verðum að ákveða hvernig samfélag við viljum búa til. Það á aldrei að skipta máli hvað mamma þín og pabbi eiga mikið eða hvaða bakland er á bakvið hvert einasta barn. Billy Elliot er um þetta og þess vegna er svo auðvelt að leika í henni.“ Halldóra hlaut sem fyrr segir frábærar viðtökur, bæði meðal viðstaddra gesta og á samskiptamiðlum beint í kjölfarið.Halldóra Geirharðsdóttir hefur alltaf verið uppáhalds leikkonan mín. Núna er hún hetjan mín #Gríman— Sigríður Margrét (@sirmaeinars) June 16, 2015 YASSSS HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR! YAAAAAASSSS #Gríman— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) June 16, 2015 Má ég fá fav á mömmu? #gríman— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) June 16, 2015
Gríman Leikhús Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira