„Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. júní 2015 09:10 Þessi mynd af flaki Douglas-vélarinnar var birt á Facebook-síðunni Baklandi ferðaþjónustunnar í gær. Mynd/Facebook „Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana. Það er búið að kveikja í henni og gera allskonar kúnstir,“ segir Benedikt Bragason, ábúandi á Ytri-Sólheimum, um flak Douglas-vélarinnar á Sólheimasandi en búið er að mála stærðarinnar merki á vélina sem blasir við þeim ferðamönnum sem hana skoða um þessar mundir. Mynd af merkingunni var birt á Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar.Sjá einnig:Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Benedikt segir ekki óalgengt að krotað sé á vélina en þessi merking sé með heldur stærra móti. „Okkur kemur þetta eiginlega bara ekkert við en þetta er leiðinlegt fyrir túristana sem skoða þetta. Draslaralegt fyrir þá. Annars er okkur alveg sama hvað er með þessa flugvél. En þetta er orðinn svolítið mikill áfangastaður í sveitinni þannig að það er leiðinlegt fyrir þær sakir,“ segir Benedikt. Hann segir þessa merkingu eiga eftir að mást af með sandblæstri. „Það fer enginn af stað til að þrífa þetta.“Sjá einnig:Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Hann segir vélina kæra þeim sem þekkja sögu hennar. Vélin var af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 og í eigu Bandaríkjahers en hún brotlenti á Sólheimasandi árið 1977. „Ég á vélina persónulega. Vélin lendir þarna á miðvikudegi og það vill þannig til að alla miðvikudaga þá á ég reka á fjöru. Þannig að vélin telst vera mín eign. Okkur þykir vænt um hana en ekkert er eilíft og það þýðir ekki að vera að pirra sig á öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
„Það er alltaf eitthvað verið að krota og krassa á hana. Það er búið að kveikja í henni og gera allskonar kúnstir,“ segir Benedikt Bragason, ábúandi á Ytri-Sólheimum, um flak Douglas-vélarinnar á Sólheimasandi en búið er að mála stærðarinnar merki á vélina sem blasir við þeim ferðamönnum sem hana skoða um þessar mundir. Mynd af merkingunni var birt á Facebook-síðu Baklands ferðaþjónustunnar.Sjá einnig:Ofurfyrirsæta kveikti í Douglas-vélinni á Sólheimasandi Benedikt segir ekki óalgengt að krotað sé á vélina en þessi merking sé með heldur stærra móti. „Okkur kemur þetta eiginlega bara ekkert við en þetta er leiðinlegt fyrir túristana sem skoða þetta. Draslaralegt fyrir þá. Annars er okkur alveg sama hvað er með þessa flugvél. En þetta er orðinn svolítið mikill áfangastaður í sveitinni þannig að það er leiðinlegt fyrir þær sakir,“ segir Benedikt. Hann segir þessa merkingu eiga eftir að mást af með sandblæstri. „Það fer enginn af stað til að þrífa þetta.“Sjá einnig:Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni Hann segir vélina kæra þeim sem þekkja sögu hennar. Vélin var af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117 og í eigu Bandaríkjahers en hún brotlenti á Sólheimasandi árið 1977. „Ég á vélina persónulega. Vélin lendir þarna á miðvikudegi og það vill þannig til að alla miðvikudaga þá á ég reka á fjöru. Þannig að vélin telst vera mín eign. Okkur þykir vænt um hana en ekkert er eilíft og það þýðir ekki að vera að pirra sig á öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira