Mosi og steinar lifnuðu við þegar sérsveitarmenn handtóku Hlín Birgir Olgeirsson skrifar 19. júní 2015 10:30 Ljóst er að aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárkúgunarmálsins var þaulskipulögð. Vísir Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28
Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54
Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15