Ásdís: Lofar góðu fyrir framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar 2. júní 2015 17:49 Ásdís vann sín fjórðu gullverðlaun á Smáþjóðaleikum. vísir/pjetur Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira
Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21
Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40