Rifjar upp mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júní 2015 21:00 Andrés Jónsson rifjaði upp mútutilraun í tíð Davíðs Odssonar og segir forsætisráðherra hafa átt að eiga frumkvæði að því að upplýsa um atburði. Mynd/Stöð 2 Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Yfirlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand til fjárkúgunar barst síðdegis í dag. Í henni kom í ljós að forsætisráðherra hafði vitneskju um málið í nokkra daga áður en það varð uppvíst í fjölmiðlum. Andrés Jónsson almannatengill segir forsætisráðherra hafa átt að skýra frá atburðum fyrr. Þá rifjar hann upp aðra mútutilraun í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Það er sterkara að vera sá sem skýrir frá málinu. Hann tilkynnir þetta til lögreglu og atburðarásin á sér stað á föstudag, í dag er þriðjudagur, og það kemst fjölmiðill á snoðir um málið og opnar það. Það hefði verið sterkara, en síðan kemur reyndar yfirlýsing síðdegis,“ telur hann og segir yfirlýsinguna þrátt fyrir allt vel gerða. „Honum má hrósa fyrir þessa yfirlýsingu. Hún ávarpar það sem að snertir hagsmuni almennings beint. Sem er það hvort hann hafi einhverja fjárhagslega hagsmuni leynilega, sem er hægt að kúga hann út af út af eignarhaldi á fjölmiðli. Hann tekur allan vafa um að svo sé. Þannig að hún er góð hvað það varðar.“ Beðinn um að rifja upp fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu minnist Andrés mútutilraunar í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. „Manni rennur kannski helst hugur til mútutilraunar sem að kom hérna upp fyrir nokkrum árum og Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra skýrði frá. Hann fór ekki með málið til lögreglu heldur til fjölmiðla. Það fékk nú aldrei neina rannsókn en er svona helst það sem maður fer að hugsa um.“ Andrés leggur áherslu á að best sé að koma hreint fram og minnir fólk á að gæta sín. „Já auðvitað liggur í augum uppi að það er best. Það sem maður fer að hugsa um er í þessu er fólk sem er nafntogað. Bara umfjöllunin ein og sér og atburðarásin sem hefur verið ævintýraleg í fjölmiðlum í dag segir manni að fólk ætti að vara sig þegar það er nálægt svona vafasömum hlutum. Að afleiðingarnar geta beinlínis orðið út af umfjölluninni,“ segir hann og ítrekar ráð sín. „Í fyrsta lagi að gæta sín og hins vegar að fá ráð þegar það er komið í þessa stöðu.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira