Hlín búin að leggja fram kæru vegna nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2015 11:43 Hlín Einarsdóttir hefur ekkert tjáð sig um fjárkúgunarmálin tvö. Vísir/Valli Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, fyrrum ritstjóri Bleikt.is, lagði í morgun fram kæru á hendur fyrrverandi samstarfsfélaga sínum í fjölmiðlageiranum fyrir nauðgun. Þetta staðfesti Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar, í samtali við fréttastofu. Meint nauðgun er hluti af einu skrýtnasta fréttamáli í lengri tíma á Íslandi sem hófst með fréttum af tilraun systranna Hlínar og Malínar Brand til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og fjölksyldu hans í síðustu viku. Voru þær handteknar síðastliðinn föstudag og liggur játning um aðild að því máli fyrir. Í kjölfarið á játningu þeirra systra steig maður fram á miðvikudaginn og lagði fram kæru á hendur systrunum fyrir fjárkúgun. Sú fjárkúgun átti sér stað fyrri hluta apríl í kjölfar þess að maðurinn og Hlín fóru saman heim laugardaginn 4. apríl. Fer tvennum sögum af því sem þar fór fram. Systurnar voru yfirheyrðar að kvöldi miðvikudags vegna málsins.Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í fyrrakvöld að lokinni yfirheyrslu vegna síðari fjárkúgunarinnar.vísir/vilhelmFjárkúgun eða sáttargreiðsla? Fyrir liggur að Malín ræddi við manninn. Maðurinn segir þær systur hafa hótað að kæra hann fyrir nauðgun nema hann reiddi fram 700 þúsund krónur. Malín sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær að maðurinn hafi haft áhyggjur af mannorði sínu, hvort sem kæran leiddi til sakfellingar eða ekki. Úr hafi orðið sátt um greiðslu miskabóta. Hafi Hlín lagt til upphæðina 700 þúsund krónur. Maðurinn segist hafa kvittun undir höndum á bréfsefni Morgunblaðsins, þar sem Hlín starfaði, sem sanni hótunina. Malín segir hins vegar að um sé að ræða sönnun um sátt sem til sé í tveimur eintökum. Upphæðin hafi komið fram en ekki hafi verið um kvittun að ræða. Ekki hefur náðst samband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undanfarinn sólarhring þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25
Lögreglan fór eftir skipunum systranna í bréfinu "Afhendingin var í sjálfu sér framkvæmd eftir bréfinu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. júní 2015 12:03