Færri bóka hótelherbergi af ótta við verkfall Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 13:49 Yfirvofandi verkfall kemur til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir Verulega hefur dregið úr bókunum hjá hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum síðustu daga vegna yfirvofandi verkfalla sem koma til með að hafa mikil áhrif á fyrirtækin. Þá hafa hótelum borist afbókanir og eru dæmi um allt að fjórtán afbókanir á einum degi. Á fimmtudaginn í næstu viku ætla tug þúsundir félagsmanna Flóabandalagsins, VR og Starfgreinasambandsins að leggja niður störf ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum þar sem þau koma til með að hafa töluverð áhrif á starfsemi þeirra. Þeirra á meðal er Ólafur Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ambassade Apartments, sem er íbúðahótel í miðborg Reykjavíkur. Hann segir að hótelinu hafi þegar borist afbókanir. „Við sáum það bara núna þegar frétt á BBC kom um verkföllin á Íslandi og hvernig það myndi hugsanlega lama ferðaþjónustuna þá fengum við 14 afbókanir þann dag,“ segir Ólafur Björn. Þá segir Ólafur að verulega hafi dregið úr bókunum á hótelið. „Á þessum tíma árs þá höfum við vanalega fengið meiri bókanir en fólk er að halda aftur af sér og er að bóka þá hugsanlega með minni fyrirvara til að sjá hvað gerist en núna ættu að vera að koma inn tuttugu þrjátíu bókanir á dag allavegana. Þær eru eitthvað að láta að standa á sér,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hver eru réttindi flugfarþega ef til verkfalla kemur? Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. 22. maí 2015 11:26 Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. 21. maí 2015 23:20 Bandarískir ferðamenn blása af Íslandsferð vegna verkfalla Stór hópur Bandaríkjamanna sem koma til landsins í næstu viku er hættur við ferðina vegna yfirvofandi verkfalla. 21. maí 2015 11:39 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Verulega hefur dregið úr bókunum hjá hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum síðustu daga vegna yfirvofandi verkfalla sem koma til með að hafa mikil áhrif á fyrirtækin. Þá hafa hótelum borist afbókanir og eru dæmi um allt að fjórtán afbókanir á einum degi. Á fimmtudaginn í næstu viku ætla tug þúsundir félagsmanna Flóabandalagsins, VR og Starfgreinasambandsins að leggja niður störf ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum þar sem þau koma til með að hafa töluverð áhrif á starfsemi þeirra. Þeirra á meðal er Ólafur Björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ambassade Apartments, sem er íbúðahótel í miðborg Reykjavíkur. Hann segir að hótelinu hafi þegar borist afbókanir. „Við sáum það bara núna þegar frétt á BBC kom um verkföllin á Íslandi og hvernig það myndi hugsanlega lama ferðaþjónustuna þá fengum við 14 afbókanir þann dag,“ segir Ólafur Björn. Þá segir Ólafur að verulega hafi dregið úr bókunum á hótelið. „Á þessum tíma árs þá höfum við vanalega fengið meiri bókanir en fólk er að halda aftur af sér og er að bóka þá hugsanlega með minni fyrirvara til að sjá hvað gerist en núna ættu að vera að koma inn tuttugu þrjátíu bókanir á dag allavegana. Þær eru eitthvað að láta að standa á sér,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hver eru réttindi flugfarþega ef til verkfalla kemur? Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. 22. maí 2015 11:26 Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. 21. maí 2015 23:20 Bandarískir ferðamenn blása af Íslandsferð vegna verkfalla Stór hópur Bandaríkjamanna sem koma til landsins í næstu viku er hættur við ferðina vegna yfirvofandi verkfalla. 21. maí 2015 11:39 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hver eru réttindi flugfarþega ef til verkfalla kemur? Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til verkfalla starfsmanna í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli kemur. 22. maí 2015 11:26
Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. 21. maí 2015 23:20
Bandarískir ferðamenn blása af Íslandsferð vegna verkfalla Stór hópur Bandaríkjamanna sem koma til landsins í næstu viku er hættur við ferðina vegna yfirvofandi verkfalla. 21. maí 2015 11:39