Sjúklingar hræddir, kvíðnir og reiðir vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 19:25 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum segir sjúklinga sína vera hrædda og reiða vegna verkfalla á spítalanum. Hann segist sorgmæddur yfir því að samfélagið hafi leyft ástandinu að ganga svona langt og að sjúklingar hans, sem eigi oft ekki langt eftir, eyði nú tíma sínum í það að hafa áhyggjur af áhrifum verkfallanna. Komi til ótímabundins verkfalls hjúkrunarfræðinga á miðvikudaginn í næstu viku kemur það til með að hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. Innan við helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem venjulega starfa á dag- og göngudeildum, sem sinna krabbameinsjúklingum, verður við störf á meðan á verkfalli stendur. Þá fækkar hjúkrunarfræðingum á vakt á legudeild einnig þar sem aðeins einn hjúkrunarfræðingur verður til að mynda á vakt á nóttunni. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á spítalanum, segir sjúklingana hafa miklar áhyggjur af ástandinu. Þá segir hann verkfall Bandalags háskólamanna á spítalanum síðustu vikur hafa haft áhrif á marga sjúklinga. „Þeir eru hræddir. Þeir eru kvíðnir. Þeir eru margir reiðir,“ segir Gunnar Bjarni. „Það eru allskonar tilfinningar sem bærast í hugum fólks. Þetta er oft fólk sem á jafnvel ekki langt eftir og það er að eyða núna tíma í það að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Mér finnst í rauninni ótrúlegt, og í er í rauninni sorgmæddur yfir því, að við sem samfélag, hverju svo sem um er að kenna, höfum leyft þessu að ganga svona langt.“ Sótt verður um undanþágur til að tryggja betri mönnun meðan á verkfalli hjúkrunarfræðinga stendur. Þjónustan sem veitt verður mun þó alltaf vera skert frá því sem nú er. Gunnar Bjarni óttast það ástand sem geti skapast á spítalanum ef af verkfallinu verður. Sérstaklega í ljósi þess að verkfall BHM hefur síðustu vikur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum að reyna að reka hérna gott heilbrigðiskerfi og það byggir á því að það er tekið mikið af rannsóknum og svo framvegis og nú er búið að hálflama það. Það er í rauninni búið að stefna lífi sjúklinga í hættu með því og nú þegar við bætist svona ofboðslega mikilvæg stétt eins og hjúkrunarfræðingar, sem eru í beinu sambandi við sjúklinga og umönnun þeirra, þá er augljóst að lífi þeirra er stefnt í hættu með þessu,“ segir Gunnar Bjarni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04 Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag. 24. maí 2015 12:04
Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. 23. maí 2015 18:52
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Forstjóri Landspítalans segir að um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verði lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar sendir heim. 23. maí 2015 12:31