Westboro baptistarnir ruglast á fánum og fordæma Fílabeinsströndina Bjarki Ármannsson skrifar 27. maí 2015 08:55 Þessi meðlimur Westboro safnaðarins hefur sennilega ætlað að hafa mynd af írska fánanum á skiltinu til hægri. Mynd/Westboro baptistasöfnuðurinn á Twitter Westboro baptistasöfnuðurinn í Kansasríki í Bandaríkjunum, sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum árum fyrir haturáróður í garð samkynhneigðra, lýsti á dögunum óvart yfir fyrirlitningu sinni á Fílabeinsströndinni. Meðlimir safnaðarins rugluðust þá á fánum Afríkuríkisins og Írlands, sem á dögunum samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Í nýju myndbandi sem Westboro setti á netið sjást meðlimir safnaðarins dansa á írskum fána og syngja lag um að Írland sé á leið til helvítis. Söfnuðurinn hefur einnig búið til skilti með orðunum „Fag Flag“ við mynd af grænum, hvítum og appelsínugulum fána sem væntanlega átti að vera sá írski. Nema hvað, fánalitirnir eru í rangri röð og mynda þannig fána Fílabeinsstrandarinnar. Þess má geta að ríkisstjórn Fílabeinsstrandarinnar viðurkennir ekki formlega sambönd samkynhneigðra. Vöktu þessi mistök mikla kátínu á samskiptamiðlum og óspart gert grín að söfnuðinum þar. Írar urðu í vikunni fyrsta þjóðin í heimi til að lögleiða hjónabönd samkynhneiðgra i þjóðaratkvæðagreiðslu. @WBCSaysRepent That's the Ivory Coast flag ye bunch of muppets.— Mary Kelly (@ManUnitedMaryK) May 23, 2015 "@WhenElmoGrowsUp: #westborobaptist" I guarantee 99% of WBC followers dont know exactly what part of London Ireland is actually in.— Edphonsis (@BazCullen) May 25, 2015 Fílabeinsströndin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Westboro baptistasöfnuðurinn í Kansasríki í Bandaríkjunum, sem vakið hefur mikla athygli á undanförnum árum fyrir haturáróður í garð samkynhneigðra, lýsti á dögunum óvart yfir fyrirlitningu sinni á Fílabeinsströndinni. Meðlimir safnaðarins rugluðust þá á fánum Afríkuríkisins og Írlands, sem á dögunum samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Í nýju myndbandi sem Westboro setti á netið sjást meðlimir safnaðarins dansa á írskum fána og syngja lag um að Írland sé á leið til helvítis. Söfnuðurinn hefur einnig búið til skilti með orðunum „Fag Flag“ við mynd af grænum, hvítum og appelsínugulum fána sem væntanlega átti að vera sá írski. Nema hvað, fánalitirnir eru í rangri röð og mynda þannig fána Fílabeinsstrandarinnar. Þess má geta að ríkisstjórn Fílabeinsstrandarinnar viðurkennir ekki formlega sambönd samkynhneigðra. Vöktu þessi mistök mikla kátínu á samskiptamiðlum og óspart gert grín að söfnuðinum þar. Írar urðu í vikunni fyrsta þjóðin í heimi til að lögleiða hjónabönd samkynhneiðgra i þjóðaratkvæðagreiðslu. @WBCSaysRepent That's the Ivory Coast flag ye bunch of muppets.— Mary Kelly (@ManUnitedMaryK) May 23, 2015 "@WhenElmoGrowsUp: #westborobaptist" I guarantee 99% of WBC followers dont know exactly what part of London Ireland is actually in.— Edphonsis (@BazCullen) May 25, 2015
Fílabeinsströndin Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira