Aðgerðir ríkisstjórnar vegna samninga ljósar fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:45 Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Stjórnvöld greina frá aðgerðum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir helgi. Lágmarkslaun munu hækka um ríflega 30 prósent á næstu þremur árum samkvæmt samningsdrögum Flóabandalagsins og verslunarmanna. Þau drög að kjarasamningum sem nú liggja fyrir hjá Flóabandalaginu, Verslunarmönnum og Stéttarfélagi Vesturlands við Samtök atvinnurekenda fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægst launuðu hópana og stiglækkandi prósentuhækkanir til þeirra sem eru með 300 þúsund eða meira í mánaðarlaun á þessu ári. Þá er miðað við að lægstu laun verði 300 þúsund við lok samningstímans eftir rúm þrjú ár.Hér eru dæmi um hækkanir á þessu ári, þar sem sést hvernig mánaðarlaun frá 230 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur taka breytingum. Þar sést hvernig mismunandi prósentuhækkanir gefa svipaða krónutöluhækkun launa með lækkandi prósentum á mismunandi há laun, en prósentuhækkun verður lægst 3 prósent í kring um 750 þúsund króna mánaðarlaun. 1. maí á næsta ári gera þessi samningsdrög ráð fyrir að taxtalaun hækki að lágmarki um 15 þúsund krónur og launaþróunartrygging hækki laun utan taxtakerfis um 5,5 prósent. Hinn 1. maí 2017 hækka bæði taxtalaun og laun utan taxta um prósentutölu. Taxtalaunin um 4,5 prósent og laun utan taxta um 3 prósent. Að lokum myndu síðan árið 2018 koma þriggja prósenta hækkun á taxtalaun og 2 prósent á laun utan taxta. Byrjunarlaun afgreiðslufólks myndu að auki hækka um 3.400 krónur á þessu ári og 1.700 krónur árið 2017.Stefnt að undirritun á föstudag Rauð strik eru í samningunum varðandi þróun kaupmáttar og hækkanir annarra umfram þessar hækkanir. Þá er enn verið að vinna í einstökum bókunum með samningunum en Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR er bjartsýn á að samningar takist ef samkomulag næst um bókanirnar. „Þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að kynna þetta fyrir samninganefndinni okkar á föstudaginn. Ef samninganefndin samþykkir þetta ættum við að getað skrifað undir á föstudaginn,“ segir Ólafía. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er varkár í yfirlýsingum varðandi þessa samninga en segir að þeir muni væntanlega setja einhvern þrýsting á hagkerfið. En samningar gætu lagt línurnar fyrir aðra á vinnumarkaðnum. „Ég ætla að bíða með að lýsa yfir mikilli gleði þar til samningarnir eru komnir í hús og hafa verið samþykktir. En við hljótum að lýsa ánægju yfir því að verkföllum hefur verið frestað a.m.k. tímabundið og það virðist vera gangur í viðræðunum,“ segir Bjarni. Vonandi verði hægt að ljúka samningum á opinbera markaðnum fljótlega og ríkisstjórnin sé að leggja lokahönd á sínar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og muni kynna þær fyrir helgi. „Til þess að menn alls staðar við borðið hafi betri heildarsýn á það hvað í niðurstöður samninganna og opinberum aðgerðum myndi felast fyrri ólíka tekjuhópa,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira