Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 13:45 Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Stefán Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24