Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:56 Allir ákærðu hafa gefið skýrslur en nú standa yfir vitnaleiðslur yfir öðrum. Vísir/GVA Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. Hann var næsti yfirmaður Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans og er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Næsti yfirmaður Guðmundar sjálfs var Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem einnig er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Fyrir dómi í dag bar Guðmundur að hann hefði ekki haft mikil afskipti af viðskiptum eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi. Hann hafi til að mynda ekki verið í daglegum samskiptum við Einar Pálma enda sagði Guðmundur að starf sitt hefði aðallega snúið að lausafjárstýringu bankans.Bera fyrir sig litlu sjálfstæði Mikið hefur verið rætt um sjálfstæði deildar eigin viðskipta þegar kom að hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Hafa starfsmenn deildarinnar sem ákærðir eru í málinu borið við að sjálfstæði þeirra hafi verið lítið þegar kom að þessum viðskiptum og spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Guðmund út í þetta. „Ég held að sjálfstæðið hafi verið minna en ég gerði mér grein fyrir og fékk að vita það í samtölum við Einar Pálma hvernig aðkoma forstjóra [Ingólfs Helgasonar] væri að þessu með fyrirmælum. [...] Ég held að það hafi verið nokkuð stöðugt samtal þarna á milli,” sagði Guðmundur. Saksóknari spurði þá hvort honum hafi ekki fundist neitt athugavert við þetta þar sem hann hafi verið næsti yfirmaður Einars Pálma, ekki Ingólfur. „Mér fannst það kannski ekki. Ég leit þannig á að þetta væri ekki staða sem við bærum ábyrgð eða að ég bæri ábyrgð á. Það voru fleiri stöður sem voru skráðar af yfirstjórn... erlend hlutabréf þar sem við ákváðum ekkert varðandi stöðutöku. Ég leit þetta sömu augum.” Guðmundur var þá spurður hvort að Ingólfur hafi stýrt safninu með hlutabréf Kaupþings. „Þeir verða að svara því... Ég get bara sagt að ég hafði ekki áhyggjur af þessum viðskiptum eða að við bærum ábyrgð á þeim. Ég leit ekki þannig á að þetta væri stöðutaka sem starfsmenn eigin viðskipta eða ég bærum ábyrgð á.”Ákvað bónusa með forstjóra og starfsmannastjóra Guðmundur kvaðst hafa rætt viðskipti með eigin hlutabréf stuttlega við Ingólf en það hafi aðallega verið tengt frammistöðu deildar eigin viðskipta en fyrir liggur í málinu að tap Kaupþings af viðskiptum með eigin bréf var 6,3 milljarðar. „Ég ræddi við hann um bónusgreiðslur og annað sem var ársfjórðungslegur höfuðverkur. Mér fannst ekki að það væri hægt að dæma starfsmennina út af stöðunni sem var þarna. [...] Þetta var að mínu frumkvæði því ég bar sameiginlega ábyrgð með forstjóra og starfsmannastjóra að ákveða bónusa.” Aðspurður hvort honum hafi fundist ósanngjarnt að viðskipti með eigin bréf væru tekin þar inn, játaði Guðmundur því. Verjandi Ingólfs Helgasonar spurði Guðmund svo hvort hann vissi til þess að forstjórinn hefði gefið eigin viðskiptum fyrirmæli varðandi ákveðið magn eða verð í hlutabréfum Kaupþings. Sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Hann var þá spurður hvort að starfsmenn eigin viðskipta hafi einhvern tímann leitað til hans út af afskiptum Ingólfs. „Ég get ekki dagsett neitt í því sambandi en ég held hann... ég veit ekki hvort að ég var á staðnum og varð einhvern tímann vitni að því að hann hringdi.” Aðspurður hvort hann vissi hvað fram fór í símtalinu svaraði Guðmundur því neitandi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. Hann var næsti yfirmaður Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans og er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Næsti yfirmaður Guðmundar sjálfs var Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem einnig er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Fyrir dómi í dag bar Guðmundur að hann hefði ekki haft mikil afskipti af viðskiptum eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi. Hann hafi til að mynda ekki verið í daglegum samskiptum við Einar Pálma enda sagði Guðmundur að starf sitt hefði aðallega snúið að lausafjárstýringu bankans.Bera fyrir sig litlu sjálfstæði Mikið hefur verið rætt um sjálfstæði deildar eigin viðskipta þegar kom að hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Hafa starfsmenn deildarinnar sem ákærðir eru í málinu borið við að sjálfstæði þeirra hafi verið lítið þegar kom að þessum viðskiptum og spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Guðmund út í þetta. „Ég held að sjálfstæðið hafi verið minna en ég gerði mér grein fyrir og fékk að vita það í samtölum við Einar Pálma hvernig aðkoma forstjóra [Ingólfs Helgasonar] væri að þessu með fyrirmælum. [...] Ég held að það hafi verið nokkuð stöðugt samtal þarna á milli,” sagði Guðmundur. Saksóknari spurði þá hvort honum hafi ekki fundist neitt athugavert við þetta þar sem hann hafi verið næsti yfirmaður Einars Pálma, ekki Ingólfur. „Mér fannst það kannski ekki. Ég leit þannig á að þetta væri ekki staða sem við bærum ábyrgð eða að ég bæri ábyrgð á. Það voru fleiri stöður sem voru skráðar af yfirstjórn... erlend hlutabréf þar sem við ákváðum ekkert varðandi stöðutöku. Ég leit þetta sömu augum.” Guðmundur var þá spurður hvort að Ingólfur hafi stýrt safninu með hlutabréf Kaupþings. „Þeir verða að svara því... Ég get bara sagt að ég hafði ekki áhyggjur af þessum viðskiptum eða að við bærum ábyrgð á þeim. Ég leit ekki þannig á að þetta væri stöðutaka sem starfsmenn eigin viðskipta eða ég bærum ábyrgð á.”Ákvað bónusa með forstjóra og starfsmannastjóra Guðmundur kvaðst hafa rætt viðskipti með eigin hlutabréf stuttlega við Ingólf en það hafi aðallega verið tengt frammistöðu deildar eigin viðskipta en fyrir liggur í málinu að tap Kaupþings af viðskiptum með eigin bréf var 6,3 milljarðar. „Ég ræddi við hann um bónusgreiðslur og annað sem var ársfjórðungslegur höfuðverkur. Mér fannst ekki að það væri hægt að dæma starfsmennina út af stöðunni sem var þarna. [...] Þetta var að mínu frumkvæði því ég bar sameiginlega ábyrgð með forstjóra og starfsmannastjóra að ákveða bónusa.” Aðspurður hvort honum hafi fundist ósanngjarnt að viðskipti með eigin bréf væru tekin þar inn, játaði Guðmundur því. Verjandi Ingólfs Helgasonar spurði Guðmund svo hvort hann vissi til þess að forstjórinn hefði gefið eigin viðskiptum fyrirmæli varðandi ákveðið magn eða verð í hlutabréfum Kaupþings. Sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Hann var þá spurður hvort að starfsmenn eigin viðskipta hafi einhvern tímann leitað til hans út af afskiptum Ingólfs. „Ég get ekki dagsett neitt í því sambandi en ég held hann... ég veit ekki hvort að ég var á staðnum og varð einhvern tímann vitni að því að hann hringdi.” Aðspurður hvort hann vissi hvað fram fór í símtalinu svaraði Guðmundur því neitandi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent