Kári: Verður lítið vesen að rassskella þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. maí 2015 15:47 Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00
Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00