Starfsgreinasambandið frestar verkföllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 10:59 Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Á myndinni eru Þorsteinn Víglundsson hjá SA og Björn Snæbjörnsson hjá SGS. Vísir Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16