Bjarni Benediktsson segist ekki tefja fyrir Eygló Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:47 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“ Alþingi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“
Alþingi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira