Frystiskápar fullir af blóðsýnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2015 19:00 Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51
„Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07
Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent