Afhverju þarf ég kynjafræði? Afhverju þarft þú kynjafræði? Hvað hefur kynjafræði gefið mér? Aron Már Þórðarson skrifar 19. maí 2015 16:42 Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar ég var á mínu þriðja ári í menntaskóla og kominn með nokkra reynslu af kennsluháttum í skólanum mínum þá frétti ég af einum áfanga sem ég varð að fara í að sögn samnemenda minna. Þessi áfangi var Kynjafræði 103. Ég hafði einnig heyrt talað um hann af öðrum kennurum og þar sem ég er á félagsfræðibraut þá fannst mér tilvalið að skrá mig í áfangann. Ég var engan veginn viss hvernig þetta myndi verða. Ætlar einhver kona bara að tala um hversu ósanngjarn heimurinn er gagnvart konum? Þetta var spurning sem kviknaði í hausnum á mér, ég dvaldi ekki lengi við þessa hugsun en samt kom hún. En þessi spurning myndi ekki verða til í dag. Kynjafræði hefur opnað hugsun mína gagnvart óréttlætinu sem fylgir því að vera kona í daglegu samfélagi okkar og hvernig það er að vera karl sem fer gegn ríkjandi gildum samfélagsins um karlmennsku. Femínismi snýst um jafnstöðu kynjanna, ekki bara réttlæti gagnvart konum. En afhverju er ofbeldi gegn konum? Svarið liggur hjá gerendunum.Ábyrgðina þarf að færa yfir á gerendur Samkvæmt rannsóknum eru flestir gerendur karlkyns Þetta eru ekki alltaf vondir menn. Þeir hafa verið mótaðir í samfélagi þar sem kvenfyrirlitning er normalíseruð og skilja örugglega ekki alltaf sjálfir hvers vegna þeir gera þetta. Ábyrgðin þarf hins vegar að vera færð yfir á þá en ekki konuna. Kynjafræðin kennir þetta og eflir fræðslu hjá ungu fólki sem þarf virkilega á því að halda. Myndir þú styðja son þinn eða dóttur sem beitir aðra ofbeldi? Ég vil halda að svarið sé nei hjá flestum. Ég er bara þannig að ég trúi á það góða í fólki og vil halda því áfram. Með kynjafræðslu hef ég öðlast dýpri skilning á hvernig samfélagið hefur verið byggt á svokölluðu karlaveldi eða kynjakerfi, þar sem allir tapa. Karlinn er yfir konunni. Þetta sést mjög vel á vinnumarkaðinum í dag og þetta mun halda áfram þar til við sem þjóð segjum einfaldlega NEI TAKK. Með kynjafræði í öllum skólum sem skylduáfangi er hægt að efla hug barna okkar og stuðla að jafnrétti. Með því að búa til öruggt umhverfi í tímum getum við deilt hugsunum okkar og reynslu með jafningjum og fengið stuðning. Það er staðreynd að sum börn eru beitt ofbeldi á heimilum og mörg þeirra hafa enga til að leita til. Þau byrgja þetta inni og mótast af þessari reynslu. Án þess að vinna með skaðlega menningu og tala um þetta munum við ekki ná jafnrétti. Hjálpum hvort öðru að verða að betri manneskjum. Segðu JÁ við jafnrétti og JÁ við kynjafræðslu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar