BHM skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. maí 2015 19:30 Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Verkfall 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Aukin harka er að færast í átökin á vinnumarkaðnum. Bandalag háskólamanna skoðar leiðir til að herða verkfallsaðgerðir sínar þegar nær mánuður er frá því að verkföll hófust. Þá virðist fátt geta afstýrt tveggja sólahringa verkfalli tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandins eftir helgina. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu BHM og ríksins á þeim tæpa mánuði sem verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir. Vilji er nú meðal félagsmanna að herða aðgerðirnar. „Ég held að mönnum fari nú að verða það ljóst að það er mikið í gangi í landinu þessa dagana og þessi stefna að bjóða mönnum sífellt upp á 3,5% er eitthvað sem að verður ekki tekið við. Nú menn fara auðvitað að skoða það og eru að skoða það, í baklandinu, hvernig hægt sé að herða á þeim aðgerðum sem í gangi eru,“ segir Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM. Á meðal þeirra félagsmanna BHM sem eru í verkfalli eru geislafræðingar og ljósmæður á Landspítalanum, lögfræðingar hjá Sýslumanni Reykjavíkur, dýralæknar og starfsmenn hjá Matvælastofnun. Páll segir fleiri hópa innan félagsins skoða það að leggja niður störf á næstunni. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif en þó nokkrar undanþágur hafa verið gefnar til að kalla starfsmenn til vinnu á meðan á verkfalli hefur staðið. „Um undanþágur gilda auðvitað bara ákveðnar reglur og við getum í sjálfu sér ekki breytt þeim. Stéttarfélögin geta ekki breytt þeim. Hins vegar hafa stéttarfélögin verið svona að reyna að beina því til undanþágunefndar að fara vægilega um hluti. Ég veit ekki hvort að þau verði eins mikið í því á næstunni,“ segir Páll. Allt stefnir í að tíu þúsund félagsmenn starfsgreinasambandis leggi niður störf á þriðjudaginn í tvo sólarhringa. „Þetta hefur töluvert meiri áhrif heldur en síðast. Við fórum í verkfall síðast á fimmtudaginn í hálfan dag. Þarna erum við að tala um tveggja daga lokun. Ég reikna með að þetta muni hafa víðtæk áhrif á matvinnslu, á ferðaþjónustu, fólksflutninga og vöruflutninga og fleira. Ég sé ekki að það sé það er mikið sem geti afstýrt verkfallinu framundan,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna alvarlega. „Það er alveg ljóst að ef að kemur til verkfallsátaka af fullum þunga eins og boðað hefur verið þá getur það orðið mjög alvarlegt ástand. Gæti haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið í heild sinni ef að til þess kemur en ég treysti því að við finnum lausn áður en að svo verður,“segir Þorsteinn. Eftir að Flóabandalagið, VR og Landssamband verslunarmanna slitu kjaraviðræðum í vikunni þá hófu þau að undirbúa verkfallsaðgerðir. Verkföll gætu orðið að veruleika í lok maí. „Við gerum ráð fyrir því að það verði hafin atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun um miðjan þennan mánuð,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR.
Verkfall 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira