Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum: Skattgreiðendur greiði nú uppbyggingu ferðamannastaða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. apríl 2015 16:41 Sífelld aukning ferðamanna hefur haft áhrif á náttúru Íslands. Vísir/GVA Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að fallið hafi verið frá áformum um upptöku náttúrupassa. Þetta kemur fram í tilkynningu. Eins og fram hefur komið dagaði frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur upp í atvinnuveganefnd Alþingis. „Þess í stað stendur til að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með fjárframlögum úr ríkissjóði. Því er ljóst að kostnaður vegna aukins átroðnings á helstu ferðamannastöðum verður borinn af skattgreiðendum í stað þeirra sem njóta þjónustunnar. Afleiðingar þess verða óhjákvæmilega hærri álögur eða skert þjónusta í öðrum málaflokkum,“ segir í tilkynningunni. Ráðið telur gjaldtöku á ferðamannastöðum bestu fjármögnunarleiðina þegar kemur að uppbyggingu ferðaþjónustu. „Slík gjaldtaka leggst á þá sem njóta ávinningsins af uppbyggingu ferðamannastaða, getur dregið úr átroðningi á vinsælustu áfangastaðina og skapar hvata fyrir greinina til að koma á fót nýjum áfangastöðum. Með beinum framlögum úr ríkissjóði verður engu þessara markmiða náð.“Sjá einnig: Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög Viðskiptaráð gerði athugasemdir við útfærslu náttúrupassans í umsögn við fyrirliggjandi frumvarp. Þrátt fyrir það segist ráðið heilt yfir hafa stutt framgöngu þess þar sem að með því yrði tekið fyrsta skrefið í átt að þróaðra kerfi „sem nær fram markmiðum um náttúruvernd samhliða aukinni framleiðni og verðmætasköpun án þess að byrðar skattgreiðenda þyngist.“ Ragnheiður Elín, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. „Það er von Viðskiptaráðs að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína og innleiði markaðsmiða lausn í stað beinna ríkisframlaga með tilheyrandi aukningu á almennri skattbyrði. Einungis þannig verður hægt að skapa umgjörð fyrir sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða til frambúðar,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira