Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. apríl 2015 20:30 Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði