Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 23:15 Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað, þar á meðal er Krisján Sívarsson. Vísir/Valli Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum.
Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira