Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2015 20:56 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Pjetur Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28