AFS: „Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 14:20 Adda Þ. Smáradóttir. Vísir/Twitter „Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015 #FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
„Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015
#FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
„Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01
Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58
Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27
Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22
Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00