Suárez hetja Barcelona í El Clásico | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2015 00:01 Suárez skorar sigurmark Barcelona. Vísir/Getty Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid
Spænski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira