Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2015 19:41 Stjórnarandstaðan hefur sent Evrópusambandinu bréf þar sem það er áréttað að þingsályktunartillaga Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu standi enn þrátt fyrir bréf utanríkisráðherra frá því í gær. Alþingi hafi ekki ógilt þá ályktun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ákvörðunartöku í jafn stóru máli og þessu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir því á fundi með forseta Alþingis í morgun að þingfundur yrði haldinn þegar í dag um málið. En forseti hafnaði því. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta í þingveislu á hótel Sögu í kvöld. „Ætli orðið sé ekki ómöguleiki. Það er engin stemming í okkar hópi til að mæta og skemmta sér í ljósi þeirra tíðinda sem hér hafa orðið,“ segir Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar og undir þetta sjónarmið hans taka allir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar. „Hér er mjög hörð atlaga að þingræðinu, að þessari samkundu hér og það er bara ekki hægt að láta eins og ekkert sé og fara út að skemmta sér,“ segir Róbert. „Stemmingin hér er náttúrlega við frostmark hér í húsinu. Það er ljóst að fólk er komið í alveg nýja stöðu. Forseti þingsins tekur ákvörðun um það í dag í raun og veru að loka þingsalnum fyrir tuttugu og fimm þingmönnum sem óska eftir því að þessi stóra ákvörðun sé rædd. Og við erum öll sammála um að hér er vegið mjög alvarlega að þingræðinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna.Ekki hægt að brjóta lög og boða til veislu „Það er ekki hægt að brjóta lög um fund í utanríkismálanefnd og neita mönnum um þingfund en bjóða svo í partý í staðinn. Þetta er einfaldlega þannig að við þurfum núna að einbeita okkur að því að verja fullveldi Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin spilli samskiptum okkar við Evrópusambandið með varanlegum hætti.,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að bréf utanríkisráðherra væri einungis árétting á stefnu ríkisstjórnarinnar. Það fæli ekki í sér neina stefnubreytingu og aðildarumsóknin hefði ekki verið dregin til baka með þessu bréfi. Stjórnarandstaðan ákvað síðan í dag að senda Evrópusambandinu annað bréf þar sem áréttað er það samdóma álit hennar að þingsályktunin frá 2009 sé enn í gildi og þar með umsóknin. Hins vegar segir í bréfi utanríkisráðherra að ríkisstjórnin ætlist til að stefna hennar yfirtaki allar fyrri skuldbindingar Íslendinga í tengslum við aðildarviðræðurnar. Þingflokksformaður Pírata segir málið snúast um stöðu Alþingis í stjórnskipan landsins. „Við erum í raun að rökræða 1. grein stjórnarskrárinnar sem er mikilvægasta greinin í mikilvægustu lögum landsins. Sem er: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Á meðan það er eitthvað óljóst með það eigum við að vera að ræða það hér uppi í þingsal. En þeim fundi hefur verið hafnað af forseta sem í mínum huga er mikill trúnaðarbrestur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata.Þingflokkum stjórnarinnar haldið frá ákvörðun Ríkisstjórnin samþykkti bréf utanríkisráðherra á þriðjudag og hann afhenti bréfið síðan á fundi í Slóvakíu í gær, sama dag og utanríkismálanefnd fundaði án þess að vita af málinu og svo virðist sem málinu hafi verið haldið frá þingflokkum stjórnarflokkanna. Hver var aðkoma þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessari ákvörðun? „Hún er í raun engin en formaður flokksins boðaði til þingflokksfundar í gær og tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Það hefði verið farsælla í jafn stóru máli þar sem ólíkar skoðanir og hagsmunir væru innan flokks og utan að þing og þjóð kæmi að málinu. „Og stjórnmálamenn þar af leiðandi stæðu við loforð þar að lútandi,“ segir Ragnheiður.Þá ertu að tala um formenn stjórnarflokkanna auðvitað líka?„Ég er að tala um þá stjórnmálamenn sem hafa lofað því að bera þetta undir þjóðaratkvæðagreiðslu og ljúka því máli með einum eða öðrum hætti,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar væru jafn hlynntir því og stuðningsmenn að fá að taka ákvörðun í þessu máli. Í hennar huga stæði þingsályktunartillagan frá árinu 2009. „Og það getur enginn dregið þá þingsályktunartillögu til baka, enginn, nema Alþingi sjálft. Það á við í mínum huga um allar þingsályktunartillögur þó svo að þær hafi aðra stöðu en frumvörp sem verða að lögum. Þá er þetta ákvörðun þings og þingið sjálft verður að kalla þá ákvörðun til baka,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sent Evrópusambandinu bréf þar sem það er áréttað að þingsályktunartillaga Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu standi enn þrátt fyrir bréf utanríkisráðherra frá því í gær. Alþingi hafi ekki ógilt þá ályktun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ákvörðunartöku í jafn stóru máli og þessu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eftir því á fundi með forseta Alþingis í morgun að þingfundur yrði haldinn þegar í dag um málið. En forseti hafnaði því. Stjórnarandstaðan ætlar ekki að mæta í þingveislu á hótel Sögu í kvöld. „Ætli orðið sé ekki ómöguleiki. Það er engin stemming í okkar hópi til að mæta og skemmta sér í ljósi þeirra tíðinda sem hér hafa orðið,“ segir Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar og undir þetta sjónarmið hans taka allir þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar. „Hér er mjög hörð atlaga að þingræðinu, að þessari samkundu hér og það er bara ekki hægt að láta eins og ekkert sé og fara út að skemmta sér,“ segir Róbert. „Stemmingin hér er náttúrlega við frostmark hér í húsinu. Það er ljóst að fólk er komið í alveg nýja stöðu. Forseti þingsins tekur ákvörðun um það í dag í raun og veru að loka þingsalnum fyrir tuttugu og fimm þingmönnum sem óska eftir því að þessi stóra ákvörðun sé rædd. Og við erum öll sammála um að hér er vegið mjög alvarlega að þingræðinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna.Ekki hægt að brjóta lög og boða til veislu „Það er ekki hægt að brjóta lög um fund í utanríkismálanefnd og neita mönnum um þingfund en bjóða svo í partý í staðinn. Þetta er einfaldlega þannig að við þurfum núna að einbeita okkur að því að verja fullveldi Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin spilli samskiptum okkar við Evrópusambandið með varanlegum hætti.,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að bréf utanríkisráðherra væri einungis árétting á stefnu ríkisstjórnarinnar. Það fæli ekki í sér neina stefnubreytingu og aðildarumsóknin hefði ekki verið dregin til baka með þessu bréfi. Stjórnarandstaðan ákvað síðan í dag að senda Evrópusambandinu annað bréf þar sem áréttað er það samdóma álit hennar að þingsályktunin frá 2009 sé enn í gildi og þar með umsóknin. Hins vegar segir í bréfi utanríkisráðherra að ríkisstjórnin ætlist til að stefna hennar yfirtaki allar fyrri skuldbindingar Íslendinga í tengslum við aðildarviðræðurnar. Þingflokksformaður Pírata segir málið snúast um stöðu Alþingis í stjórnskipan landsins. „Við erum í raun að rökræða 1. grein stjórnarskrárinnar sem er mikilvægasta greinin í mikilvægustu lögum landsins. Sem er: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Á meðan það er eitthvað óljóst með það eigum við að vera að ræða það hér uppi í þingsal. En þeim fundi hefur verið hafnað af forseta sem í mínum huga er mikill trúnaðarbrestur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata.Þingflokkum stjórnarinnar haldið frá ákvörðun Ríkisstjórnin samþykkti bréf utanríkisráðherra á þriðjudag og hann afhenti bréfið síðan á fundi í Slóvakíu í gær, sama dag og utanríkismálanefnd fundaði án þess að vita af málinu og svo virðist sem málinu hafi verið haldið frá þingflokkum stjórnarflokkanna. Hver var aðkoma þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessari ákvörðun? „Hún er í raun engin en formaður flokksins boðaði til þingflokksfundar í gær og tilkynnti þingflokki Sjálfstæðisflokksins þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Það hefði verið farsælla í jafn stóru máli þar sem ólíkar skoðanir og hagsmunir væru innan flokks og utan að þing og þjóð kæmi að málinu. „Og stjórnmálamenn þar af leiðandi stæðu við loforð þar að lútandi,“ segir Ragnheiður.Þá ertu að tala um formenn stjórnarflokkanna auðvitað líka?„Ég er að tala um þá stjórnmálamenn sem hafa lofað því að bera þetta undir þjóðaratkvæðagreiðslu og ljúka því máli með einum eða öðrum hætti,“ segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar væru jafn hlynntir því og stuðningsmenn að fá að taka ákvörðun í þessu máli. Í hennar huga stæði þingsályktunartillagan frá árinu 2009. „Og það getur enginn dregið þá þingsályktunartillögu til baka, enginn, nema Alþingi sjálft. Það á við í mínum huga um allar þingsályktunartillögur þó svo að þær hafi aðra stöðu en frumvörp sem verða að lögum. Þá er þetta ákvörðun þings og þingið sjálft verður að kalla þá ákvörðun til baka,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent