Eiður Smári snýr aftur í landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2015 10:30 Eiður Smári gengur af velli eftir leikinn í Zagreb í nóvember 2013. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins í fótbolta frá upphafi, snýr aftur í íslenska liðið þegar það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars.Click here for an English version Eiður Smári verður í hópnum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, kynna á föstudaginn, samkvæmt heimildum Vísis. Búið er að sækja um vegabréfsáritun fyrir Eið Smára, samkvæmt heimildum Vísis, sem spilar sinn 79. landsleik komi hann við sögu í Astana. Eiður Smári spilaði síðast fyrir Ísland á móti Króatíu í Zagreb í seinni leik umspilsins fyrir HM 2014. Eftir leik sagði hann í viðtali við RÚV að hann teldi líklegt að þetta hefði verið sinn síðasti landsleikur. Þegar leikdagur rennur upp í Astana 28. mars verða því 494 dagar frá því að Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Eiður Smári hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá sínu gamla félagi Bolton í ensku B-deildinni í vetur. Hann hefur komið frábærlega inn í liðið þar og spilað 17 leiki í deild og þrjá bikarleiki og skorað í heildina fjögur mörk. Endurkoma Eiðs er góðs viti fyrir íslenska liðið sem er í ákveðinni framherjakrísu. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur, Alfreð Finnbogason spilar lítið með Real Sociedad á Spáni og þá er tímabilið ekki hafið í Noregi þar sem Jón Daði Böðvarsson spilar með Viking Stavanger. Ísland er í öðru sæti síns riðils í undankeppni EM 2016 með níu stig eftir þrjá sigra og eitt tap gegn Tékklandi. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins í fótbolta frá upphafi, snýr aftur í íslenska liðið þegar það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars.Click here for an English version Eiður Smári verður í hópnum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, kynna á föstudaginn, samkvæmt heimildum Vísis. Búið er að sækja um vegabréfsáritun fyrir Eið Smára, samkvæmt heimildum Vísis, sem spilar sinn 79. landsleik komi hann við sögu í Astana. Eiður Smári spilaði síðast fyrir Ísland á móti Króatíu í Zagreb í seinni leik umspilsins fyrir HM 2014. Eftir leik sagði hann í viðtali við RÚV að hann teldi líklegt að þetta hefði verið sinn síðasti landsleikur. Þegar leikdagur rennur upp í Astana 28. mars verða því 494 dagar frá því að Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Eiður Smári hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá sínu gamla félagi Bolton í ensku B-deildinni í vetur. Hann hefur komið frábærlega inn í liðið þar og spilað 17 leiki í deild og þrjá bikarleiki og skorað í heildina fjögur mörk. Endurkoma Eiðs er góðs viti fyrir íslenska liðið sem er í ákveðinni framherjakrísu. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur, Alfreð Finnbogason spilar lítið með Real Sociedad á Spáni og þá er tímabilið ekki hafið í Noregi þar sem Jón Daði Böðvarsson spilar með Viking Stavanger. Ísland er í öðru sæti síns riðils í undankeppni EM 2016 með níu stig eftir þrjá sigra og eitt tap gegn Tékklandi.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira