Sigmundur Davíð komst víst í Morfís-liðið Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2015 10:02 Í Gettu betur var því haldið fram að Sigmundur hafi ekki komist í ræðulið síns skóla, margir ráku upp stór augu en nú er komið á daginn að þetta stenst að sjálfsögðu ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morfís Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur séð sig til knúinn að leiðrétta dómara og spyrla í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskóla. Í síðustu viðureign var, í hraðaspurningum, spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi komist í Morfís-lið MR og rétt svar við því átti að vera að svo hafi ekki verið. Þetta er bara alrangt. Sigmundur Davíð leiðréttir þetta á Facebook-síðu sinni, og þó hann slái á létta strengi er ljóst að forsætisráðherra er ekki ánægður með að misskilningur sem þessi festist í sessi. „Það er ekki síðra að vera spurning í Gettu betur en að birtast í áramótaskaupinu. Ég er hins vegar feginn því að úrslitin í kvöld réðust ekki af spurningunni um mig enda mætti deila um hvað teldist rétt svar. Því var haldið fram að ég hefði aldrei komist í Morfís-lið MR. Raunin er sú að ég reyndi einu sinni að komast í liðið og vann undankeppnina. Að því búnu ákvað skólinn að draga sig úr Morfís-keppninni það árið. Ég er hins vegar fyrst núna að átta mig á að það gæti verið augljóst samhengi þar á milli,“ skrifar Sigmundur Davíð og með fylgir lítill broskall. Annars er ljóst að forsætisráðherra fylgist vel með fjölmiðlum því svo í morgun birti hann mynd sem er af íþróttasíðum Morgunblaðsins. Fyrirsögnin er: Vonum að „Sigmundur Davíð sendi góða strauma“ og er þar fjallað um íshokkí. Sigmundur Davíð skrifar við myndina: „En ekki hvað? Áfram Ísland!“ Innlegg frá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Morfís Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira