Áhyggjuefni að Ísland hafi ekki verið valkostur í augum Apple segir þingmaður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 16:29 Helgi Hjörvar og Ásmundur Einar ræddu fjárfestingu Apple stuttlega á þingi í dag. Vísir/Daníel/Pjetur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira