Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 34-17 | Framarar niðurlægðir í Vodafone höllinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. febrúar 2015 12:55 Guðmundur Hólmar Helgason brýst í gegnum vörn Vals í kvöld. Vísir/ernir Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Valur vann öruggan 34-17 sigur á Fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli. Það var lítil spenna í leiknum. Það tók Fram rúmar 9 mínútur að skora sitt fyrsta mark og þrátt fyrir að Valsmenn hafi einnig verið hægir í gang var munurinn þó fljótt þrjú mörk. Sóknarleikur Fram var mjög slakur og hreint ekki boðlegur á löngum köflum. Varnarleikurinn sem hefur verið aðall liðsins náði sér engan vegin á strik og því átti Valur í raun aldrei í vandræðum í leiknum. Átta mörkum munaði í hálfleik 15-7 og gaf Valur ekkert eftir í seinni hálfleikur heldur jók muninn og sá til þess að Fram kæmist aldrei inn í leikinn. Það tók Valsmenn nokkrar mínútur að spila sig í gang en eftir að liðið gerði það var aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Liðið átti þó mjög auðveldan dag því Framliðið var nokkrum númerum of slakt í leiknum en það skal ekkert tekið af liðið Vals. Liðið lék mjög og hætti aldrei þó sigurinn væri í höfn snemma í seinni hálfleik. Valsvörnin var sterk gegn arfa slakri sókn Fram og átti Valur í engum vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og þá skipti engu máli hvort liðið væri fullskipað eða einum til tveimur leikmönnum færri. Liðið komst alltaf í færi. Valur er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan ÍR sem á leik til góða. Fram er í bullandi fallbaráttu og verður það ef mark er takandi á leik liðsins í kvöld.Elvar Friðriksson brýst í gegn.vísir/ernirOrri: Ákveðnir að setja í fluggír „Við vissum að þetta gæti dottið svona í dag og vorum ákveðnir að mæta band brjálaðir til leiks,“ sagði Orri Freyr Gíslason línumaður og varnatröll Vals. „Við spiluðum fjóra æfingaleiki í janúar sem við vorum ekki nógu sáttir með og því vorum við ákveðnir að setja í fluggír í dag og vera tilbúnir fyrir sunnudaginn. Það er stórleikur þá, átta lið úrslit í bikarnum. „Við vorum með örugga forystu í hálfleik og vinnum seinni hálfleikinn líka mjög sannfærandi. Ég er mjög ánægður með enda ákváðum við að gefa ekkert eftir. Við höfum átt það til í vetur að gefa eftir í seinni hálfleik. „Það er léttara að halda dampi þegar maður er með breiðan hóp og við sýndum breiddina í hópnum í kvöld. Það voru allir tilbúnir,“ sagði Orri en allir leikmenn Vals skoruðu í leiknum nema Atli Már Báruson. Því var næsta spurning hvort það væri ekki sekt. „Gummi (Guðmundur Hólmar Helgason) er sektarstjóri. Ég þarf að tala við hann. Hann verður örugglega ánægður með þessa hugmynd. Hvað eigum við að segja, 1000 kall? Ég er til í það. „Ég hef svo sem lent í þessu sjálfur þegar maður spilar bara vörnina. Ég stend eiginlega með Atla þarna.“vísir/ernirGuðlaugur: Þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí „Það væri vont að segja að við höfum lagt þetta upp svona. Við spiluðum illa. Við mætum ekki til leiks og hugarfarið er ekki rétt og við erum þannig lið að við þurfum að vinna með hugarfarið númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. Það tók Fram níu mínútur að skora fyrsta markið sem gaf tóninn í leiknum. „Þessar fyrstu níu mínútur vorum við ekki að fá mikið af mörkum á okkur heldur. Við höldum þeim þar og fáum ágætis færi en sækjum ekki á þá sóknarlega. Svo þegar við erum fjórum mörkum undir í fyrri hálfleik þá erum við að hraðaupphlaup og dauðafæri sem við erum að klikka á. „Þetta hefur verið sagan hjá okkur í vetur og við þurfum að rífa okkur upp. Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað en ég vonaði að við myndum sýna betri baráttu en þetta. „Því miður þá gefast menn upp í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við töluðum um það í háfleik að koma inn í seinni hálfleikinn og vinna fyrir okkur og í okkar málum. Því miður erum við of mikið að benda á hvern annan og enginn þorir að taka almennilega á skarið. „Við vinnum úr þessu eins og við höfum gert. Við höfum lent í svona krísum áður og við vinnum bara eftir okkar plani og mætum galvaskir á æfingu á morgun og ræðum þetta og leysum úr þessu og svo er annar leikur í næstu viku. Það er ljóst að þú fellur ekki í fyrsta leik eftir frí,“ sagði Guðlaugur.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira