Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 11:07 Einn af þeim sex viðskiptavinum sem tengjast Íslandi og afhjúpaðir eru í gögnum HSBC er með íslenskt vegabréf. Vísir/Getty Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23