Meistaraverk Schevings falið bak við leikmynd Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2015 10:25 Menningarverðmætum er ekki sýndur mikill sómi, ef litið er til þess að eitt öndvegisverk íslenskrar listasögu má híma bak við leikmynd Gettu betur. Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin? Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin?
Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“