Colin Jackson: Einhver þurfti að vera sá besti, af hverju ekki ég? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2015 14:00 Colin Jackson, fjórfaldur Evrópumeistari og tvöfaldur heimsmeistari í 110m grindahlaupi, verður á meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem ÍBR og ÍSÍ standa fyrir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í kvöld. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Reykjavíkurleikunum sem hefjast í dag, en dagskrá mótsins má sjá hér. Heiti fyrirlestursins hjá Jackson, sem var á toppnum í frjálsíþróttaheiminum í tólf ár, er „Dare to dream“. En hvað er það sem fólk á að láta sig þora að dreyma um? „Það mikilvægasta er, að þegar þú kemur frá lítilli þjóð eins og ég, Wales, þá getur maður gleymst. Sem íþróttamaður þarf maður að dreyma um hvað maður getur afrekað. Ef maður getur mætt þessum draumum með hæfileikum þá áttu góðan möguleika að ná langt. Það mikilvægasta er að geta lagst á koddann á hverju kvöldi vitandi að þú hafi gert þitt allra besta,“ sagði Jackson í viðtali við Vísi í dag. Hann segir það geti verið erfitt fyrir íþróttamenn frá litlum löndum að horfa upp á stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína vinna ógrynni verðlauna mót eftir mót. „Algjörlega. Það bjuggu 2,5 milljónir manna í Wales þegar ég var upp á mitt besta, en ég hugsaði alltaf að það þyrfti einhver að vera sá besti og af hverju ekki ég. Það verður að vera einhver!ô „Ég trúði þessu virkilega og svo var ég heppinn að fæðast með smá hæfileika og þannig varð ég svo sigursæll. Það mikilvægasta er að trúa á sjálfan sig.“ „Þú verður alltaf að halda draumnum á lífi því draumarnir halda þér einbeittum. Hvort sem þú viljir verða heimsmeistari eða eiga langan feril þarftu alltaf að leggja þig allan fram. Þegar ég var ungur dreymdi mig alltaf um að ná langt og enn þann dag í dag dreymir mig um að gera eitthvað öðruvísi og ná árangri.“ Jackson hefur verið beðinn um að halda fyrirlestra út um allan heim. „Fólk skilur mikilvægi þess að fá hvatningu. Ef maður er góður sögumaður getur maður ná góðu sambandi við áhorfendur. Ég vil að allir sem heyri mína sögu viti meira um mig og vonandi getur fólk nýtt mína reynslu,“ segir hann, en þessi magnaði íþróttamaður nýtur sín vel á Íslandi. „Þetta hefur verið frábært. Ég er búinn að taka ógrynni mynda. Ég las að það væri vindasamt hérna en áttaði mig ekki á hversu vindasamt það væri,“ sagði hann og hló. Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikana fer fram um helgina og þar verður Jackson að fylgjast með. Hann hlakkar mikið til að sjá ungt íslenskt afreksfólk á borð við Anítu Hinriksdóttur. „Ég hlakka mikið til. Ég brosi út að eyrum því ég er mikill aðdáandi frjálsíþrótta. Þó ég hafi verið margfaldur meistari og þetta eru orðin eins og viðskipti fyrir mig í dag er ég gríðarlegu aðdáandi,“ segir Jackson. „Ég elska að koma auga á nýja íþróttamenn og það er gaman að fylgjast með fólki sem manni hefur verið bent á. Þá getur maður sagst hafa séð það við upphaf þeirra ferils þegar það er komið á toppinn.“ Evrópumet Jacksons frá árinu 1993 stendur enn þann dag í dag og enginn virðist líklegur til að ná því nema Frakkinn Pascal Martine-Lagard sem hefur hlaupið undir 13 sekúndum. „Pascal stóð sig vel á síðasta ári og var nálægt því. En hann veit að þetta snýst um að halda stöðugleika í bland við smá heppni. Aðstæður verað að vera réttar og viljinn til staðar,“ segir Jackson. „Pascal og þjálfarinn hans, sem ég þekki vel, vita að hann verður að hlaupa nokkrum sinnum til viðbótar undir 13 sekúndum áður en hann virkilega reynir við Evrópumetið. En hann er rosalega hæfileikaríkur.“ Jackson boðar skemmtilegan fyrirlestur í kvöld, en eitt er víst: Hann sjálfur verður í stuði. „Ég held þetta verði gott. Ég vona fólk muni njóta, allavega mun ég hafa gaman að. Ég hef gaman að því að tala og nýt alls. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands þannig vonandi hefur fólk gaman að því að hlusta á mig.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Colin Jackson, fjórfaldur Evrópumeistari og tvöfaldur heimsmeistari í 110m grindahlaupi, verður á meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem ÍBR og ÍSÍ standa fyrir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í kvöld. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Reykjavíkurleikunum sem hefjast í dag, en dagskrá mótsins má sjá hér. Heiti fyrirlestursins hjá Jackson, sem var á toppnum í frjálsíþróttaheiminum í tólf ár, er „Dare to dream“. En hvað er það sem fólk á að láta sig þora að dreyma um? „Það mikilvægasta er, að þegar þú kemur frá lítilli þjóð eins og ég, Wales, þá getur maður gleymst. Sem íþróttamaður þarf maður að dreyma um hvað maður getur afrekað. Ef maður getur mætt þessum draumum með hæfileikum þá áttu góðan möguleika að ná langt. Það mikilvægasta er að geta lagst á koddann á hverju kvöldi vitandi að þú hafi gert þitt allra besta,“ sagði Jackson í viðtali við Vísi í dag. Hann segir það geti verið erfitt fyrir íþróttamenn frá litlum löndum að horfa upp á stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína vinna ógrynni verðlauna mót eftir mót. „Algjörlega. Það bjuggu 2,5 milljónir manna í Wales þegar ég var upp á mitt besta, en ég hugsaði alltaf að það þyrfti einhver að vera sá besti og af hverju ekki ég. Það verður að vera einhver!ô „Ég trúði þessu virkilega og svo var ég heppinn að fæðast með smá hæfileika og þannig varð ég svo sigursæll. Það mikilvægasta er að trúa á sjálfan sig.“ „Þú verður alltaf að halda draumnum á lífi því draumarnir halda þér einbeittum. Hvort sem þú viljir verða heimsmeistari eða eiga langan feril þarftu alltaf að leggja þig allan fram. Þegar ég var ungur dreymdi mig alltaf um að ná langt og enn þann dag í dag dreymir mig um að gera eitthvað öðruvísi og ná árangri.“ Jackson hefur verið beðinn um að halda fyrirlestra út um allan heim. „Fólk skilur mikilvægi þess að fá hvatningu. Ef maður er góður sögumaður getur maður ná góðu sambandi við áhorfendur. Ég vil að allir sem heyri mína sögu viti meira um mig og vonandi getur fólk nýtt mína reynslu,“ segir hann, en þessi magnaði íþróttamaður nýtur sín vel á Íslandi. „Þetta hefur verið frábært. Ég er búinn að taka ógrynni mynda. Ég las að það væri vindasamt hérna en áttaði mig ekki á hversu vindasamt það væri,“ sagði hann og hló. Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikana fer fram um helgina og þar verður Jackson að fylgjast með. Hann hlakkar mikið til að sjá ungt íslenskt afreksfólk á borð við Anítu Hinriksdóttur. „Ég hlakka mikið til. Ég brosi út að eyrum því ég er mikill aðdáandi frjálsíþrótta. Þó ég hafi verið margfaldur meistari og þetta eru orðin eins og viðskipti fyrir mig í dag er ég gríðarlegu aðdáandi,“ segir Jackson. „Ég elska að koma auga á nýja íþróttamenn og það er gaman að fylgjast með fólki sem manni hefur verið bent á. Þá getur maður sagst hafa séð það við upphaf þeirra ferils þegar það er komið á toppinn.“ Evrópumet Jacksons frá árinu 1993 stendur enn þann dag í dag og enginn virðist líklegur til að ná því nema Frakkinn Pascal Martine-Lagard sem hefur hlaupið undir 13 sekúndum. „Pascal stóð sig vel á síðasta ári og var nálægt því. En hann veit að þetta snýst um að halda stöðugleika í bland við smá heppni. Aðstæður verað að vera réttar og viljinn til staðar,“ segir Jackson. „Pascal og þjálfarinn hans, sem ég þekki vel, vita að hann verður að hlaupa nokkrum sinnum til viðbótar undir 13 sekúndum áður en hann virkilega reynir við Evrópumetið. En hann er rosalega hæfileikaríkur.“ Jackson boðar skemmtilegan fyrirlestur í kvöld, en eitt er víst: Hann sjálfur verður í stuði. „Ég held þetta verði gott. Ég vona fólk muni njóta, allavega mun ég hafa gaman að. Ég hef gaman að því að tala og nýt alls. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands þannig vonandi hefur fólk gaman að því að hlusta á mig.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira