Annar sigur hjá Degi og félögum | Pólland marði Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 17:53 Steffen Weinhold reynir að brjótast í gegnum vörn Rússa. vísir/getty Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum. HM 2015 í Katar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Tveimur leikjum er lokið í D-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu byrja vel á mótinu en þeir fylgdu sigrinum á Pólverjum á föstudaginn eftir með því að leggja Rússland að velli í dag.Sjá einnig: Umfjöllun Arnars Björnssonar um leik Þýskalands og Rússlands. Rússar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með fjórum mörkum, 9-13. Þrátt fyrir þetta var markvarslan hjá Þýskalandi betri, auk þess sem Rússarnir fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum hans og jöfnuðu í 14-14. Þá kom ágætis kafli hjá Rússum sem komust tveimur mörkum yfir, 15-17. En með góðum leik náðu þeir þýsku yfirhöndinni og þeir voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Rússarnir voru ekki hættir, skoruðu tvö mörk í röð og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, einum fleiri. Pavel Atman kastaði boltanum hins vegar út af og Þjóðverjar fögnuðu góðu sigri. Lokatölur 27-26, Þýskalandi í vil. Uwe Gensheimer átti stórleik í liði Þýskalands með níu mörk en félagi hans í hægra horninu, Patrik Groetzki, skoraði sex. Konstantin Igropulo og Timur Dibirov voru markahæstir í liði Rússa með sex mörk hvor. Í hinum leikjum unnu Pólverjar torsóttan eins marka sigur á Argentínumönnum, 23-24. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Pólland sem tapaði fyrir Þýskalandi í fyrsta leik sínum í riðlinum. Pólverjar byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. En Argentínumenn gefast ekki svo glatt upp eins og þeir sýndu gegn Danmörku á föstudaginn. Þeir jöfnuðu metin í 10-10 og aftur í 11-11. Federico Fernandez sá svo til þess að Argentína leiddi í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Jafnt var á öllum tölum framan af seinni hálfleik en Pólverjar sigu fram úr á lokakaflanum og unnu að lokum með einu marki. Það mátti þó ekki tæpara standa en Argentínumenn skoruðu tvö mörk á lokamínútunni og minnkuðu muninn í eitt mark. Michal Jurecki var markahæstur í liði Póllands með sjö mörk en Krzystof Lijewski kom næstur með fimm. Diego Simonet skoraði mest fyrir Argentínu, eða sjö mörk. Klukkan 18:00 mætast svo Sádí-Arabía og Danmörk í þriðja og síðasta leik dagsins í riðlinum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira