Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður hlaut tveggja ára starfslaun Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2015 15:00 Eíríkur Guðmundsson segist hafa rætt við Björn Þór í sem nemur sjö mínútur, hann þekkir sennilega alla bókmenntafræðinga landsins betur en Björn. Eiríkur Guðmundsson er einn ástsælasti útvarpsmaður landsins, en hann er blaðamaður í menningarþættinum Víðsjá sem er á dagskrá Rásar 1. Eiríkur er jafnframt rithöfundur er einn þeirra sem fékk úthlutað starfslaunum listamanna. Hann fékk hæstu starfslaun sem í boði eru eða til tveggja ára. Í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda situr, auk Steinunnar Ingu Óttarsdóttur og Brynju Baldursdóttur, Björn Þór Vilhjálmsson. Björn Þór er bókmenntafræðingur og hefur starfað meðfram öðru sem gagnrýnandi Víðsjár. Reyndar verið nokkuð umdeildur sem slíkur.Ísland er lítið land Sjálfsagt er að óska Eiríki til hamingju með starfslaunin en má ekki segja að þessi tiltekna úthlutun, til hans, sé á gráu svæði, að teknu tilliti til þessarar óheppilegu stöðu? „Því er til að svara að ég kom hérna inn fyrsta nóvember, þá er þessi gagnrýni farin af stað, sem Þorgerður E. Sigurðardóttir hefur haft umsjón með. Við Björn Þór hef ég nánast ekkert „dílað“, í heild talað við hann í svona sjö mínútur. Við þekkjumst ekki neitt og þessi bókmenntagagnrýni hefur ekkert verið á minni könnu, ég hef ekki fengist við að skrá hann í stúdíó, sent honum bækur...“ segir Eiríkur og heldur áfram: „Já, ég held að ég geti ekki svarað því neitt öðru vísi. Ég þurfti að tala aðeins við hann útaf þessu máli þarna um daginn, en það hafa verið okkar einu samskipti síðan ég kom inn hér aftur. Ég hugsa að ég hugsa að ég þekki flesta bókmenntafræðinga landsins betur en Björn Þór Vilhjálmsson,“ segir Eiríkur. Sem sér ekkert athugavert við þessa úthlutun að teknu tilliti til þessarar stöðu. Og hann bendir á að Ísland sé lítið land og endalaust sé hægt að rekja tengsl milli manna. „Hið eina sem maður getur treyst á er fagmennska viðkomandi aðila og ég hef enga ástæðu til að rengja þetta á neinn hátt. En, sjálfsagt er að hafa hluti uppá borðum, algerlega,“ segir Eiríkur við blaðamann Vísis, sem er nánast afsakandi þegar hann ber upp spurninguna.Að fjalla um sjálfan sigOg það er ekki úr vegi að menn nálgist þetta viðfangsefni af nokkurri varúð því mikill hiti hefur verið í umræðu um styrki ríkis til lista og menningar. Og má nefna ófá dæmi um slíkt. En, þær eru ýmsar spurningar sem ekki er úr vegi að spyrja sem eru þær hvort þetta stangist á við eðlileg samkeppnissjónarmið, geri upp á milli manna ekki þá með vísan til þeirra sem fá heldur þeirra sem fá ekki, og svo framvegis. Ágætt er að nota tækifærið og spyrja menningarblaðamanninn Eirík út í þetta; fer það til dæmis saman að fjalla um menningu en tilheyra henni jafnframt? Getur þetta farið saman, ef litið er til prinsippa í málinu – er Eiríkur ekki að fjalla um sjálfan sig og/eða þá sem hann er í samkeppni við? „Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Eiríkur um hvort eðlilegt sé að hann sé í útvarpinu að fjalla um rithöfunda verandi rithöfundur sjálfur. „Hvað ætti að mæla gegn því? Neinei, maður virðir allar slíkar grensur. Ég hef verið hér í 15 ár og fer mér ekkert að voða með slíkt dæmi. Menn eiga ekkert að vera feimnir. Rithöfundar gera það sem þeir vilja. Maður er nú ekki þannig að maður mæti til vinnu og hugsi; hvernig get ég nú styrkt stöðu mína sem rithöfundur með tali á Rás 2. Það er útí hött, maður er í þjónustuhlutverki, svo flytur maður ádrepur þess á milli. Jújú, einhverjir gætu haldið að ég hafi sterkari stöðu af því að ég hef aðgang að míkrófóni, en í þessum litla heimi, að ég sé að púkka undir sjálfan mig með tali í útvarpið – er út í hött.“Einbeiting af lífs og sálar kröftum „Starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur.“ Svo segir á síðu Rannís þar sem fjallað er um listamannalaunin. Þýðir þetta þá að Eiríkur sé að hverfa af öldum ljósvakans? „Neinei, ég er hér enn að minnsta kosti. Ég þarf ekki að byrja að taka þetta á morgun. Ætla ekki að ganga út samdægurs. Tek þetta inn rólega. Svo stekk ég þegar þar að kemur. Ég man ekki alveg hvernig starfshlutfall þarf að vera, held að það megi vera einhver þriðjungur. Þetta er ekki það hátt. Það lifir enginn af 180 þúsundum eftir skatta. Þetta eru rétt rúmar 300 þúsund krónur í verktakagreiðslu fyrir skatt. Þetta er bara þannig. Ég verð að sjálfsögðu ekki í fullu starfi á RÚV meðan ég þigg starfslaunin, enda sækir maður um þetta til að fá næði til að geta einbeitt sér að þessu af lífs og sálar kröftum.“ Eiríkur segist varla búinn að átta sig á þessu, hann lagðist áhyggjulaus til svefns í gærkvöldi, átti í tölvuvandræðum og frétti þetta fyrst í morgun þegar hamingjuóskir fóru að streyma til hans. „Ég hrökk í kút. Er ekki búinn að hugsa neitt plan og verð á RÚV í bili, þar til ég fer að þiggja þetta. Þannig liggur það fyrir.“ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Eiríkur Guðmundsson er einn ástsælasti útvarpsmaður landsins, en hann er blaðamaður í menningarþættinum Víðsjá sem er á dagskrá Rásar 1. Eiríkur er jafnframt rithöfundur er einn þeirra sem fékk úthlutað starfslaunum listamanna. Hann fékk hæstu starfslaun sem í boði eru eða til tveggja ára. Í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda situr, auk Steinunnar Ingu Óttarsdóttur og Brynju Baldursdóttur, Björn Þór Vilhjálmsson. Björn Þór er bókmenntafræðingur og hefur starfað meðfram öðru sem gagnrýnandi Víðsjár. Reyndar verið nokkuð umdeildur sem slíkur.Ísland er lítið land Sjálfsagt er að óska Eiríki til hamingju með starfslaunin en má ekki segja að þessi tiltekna úthlutun, til hans, sé á gráu svæði, að teknu tilliti til þessarar óheppilegu stöðu? „Því er til að svara að ég kom hérna inn fyrsta nóvember, þá er þessi gagnrýni farin af stað, sem Þorgerður E. Sigurðardóttir hefur haft umsjón með. Við Björn Þór hef ég nánast ekkert „dílað“, í heild talað við hann í svona sjö mínútur. Við þekkjumst ekki neitt og þessi bókmenntagagnrýni hefur ekkert verið á minni könnu, ég hef ekki fengist við að skrá hann í stúdíó, sent honum bækur...“ segir Eiríkur og heldur áfram: „Já, ég held að ég geti ekki svarað því neitt öðru vísi. Ég þurfti að tala aðeins við hann útaf þessu máli þarna um daginn, en það hafa verið okkar einu samskipti síðan ég kom inn hér aftur. Ég hugsa að ég hugsa að ég þekki flesta bókmenntafræðinga landsins betur en Björn Þór Vilhjálmsson,“ segir Eiríkur. Sem sér ekkert athugavert við þessa úthlutun að teknu tilliti til þessarar stöðu. Og hann bendir á að Ísland sé lítið land og endalaust sé hægt að rekja tengsl milli manna. „Hið eina sem maður getur treyst á er fagmennska viðkomandi aðila og ég hef enga ástæðu til að rengja þetta á neinn hátt. En, sjálfsagt er að hafa hluti uppá borðum, algerlega,“ segir Eiríkur við blaðamann Vísis, sem er nánast afsakandi þegar hann ber upp spurninguna.Að fjalla um sjálfan sigOg það er ekki úr vegi að menn nálgist þetta viðfangsefni af nokkurri varúð því mikill hiti hefur verið í umræðu um styrki ríkis til lista og menningar. Og má nefna ófá dæmi um slíkt. En, þær eru ýmsar spurningar sem ekki er úr vegi að spyrja sem eru þær hvort þetta stangist á við eðlileg samkeppnissjónarmið, geri upp á milli manna ekki þá með vísan til þeirra sem fá heldur þeirra sem fá ekki, og svo framvegis. Ágætt er að nota tækifærið og spyrja menningarblaðamanninn Eirík út í þetta; fer það til dæmis saman að fjalla um menningu en tilheyra henni jafnframt? Getur þetta farið saman, ef litið er til prinsippa í málinu – er Eiríkur ekki að fjalla um sjálfan sig og/eða þá sem hann er í samkeppni við? „Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Eiríkur um hvort eðlilegt sé að hann sé í útvarpinu að fjalla um rithöfunda verandi rithöfundur sjálfur. „Hvað ætti að mæla gegn því? Neinei, maður virðir allar slíkar grensur. Ég hef verið hér í 15 ár og fer mér ekkert að voða með slíkt dæmi. Menn eiga ekkert að vera feimnir. Rithöfundar gera það sem þeir vilja. Maður er nú ekki þannig að maður mæti til vinnu og hugsi; hvernig get ég nú styrkt stöðu mína sem rithöfundur með tali á Rás 2. Það er útí hött, maður er í þjónustuhlutverki, svo flytur maður ádrepur þess á milli. Jújú, einhverjir gætu haldið að ég hafi sterkari stöðu af því að ég hef aðgang að míkrófóni, en í þessum litla heimi, að ég sé að púkka undir sjálfan mig með tali í útvarpið – er út í hött.“Einbeiting af lífs og sálar kröftum „Starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur.“ Svo segir á síðu Rannís þar sem fjallað er um listamannalaunin. Þýðir þetta þá að Eiríkur sé að hverfa af öldum ljósvakans? „Neinei, ég er hér enn að minnsta kosti. Ég þarf ekki að byrja að taka þetta á morgun. Ætla ekki að ganga út samdægurs. Tek þetta inn rólega. Svo stekk ég þegar þar að kemur. Ég man ekki alveg hvernig starfshlutfall þarf að vera, held að það megi vera einhver þriðjungur. Þetta er ekki það hátt. Það lifir enginn af 180 þúsundum eftir skatta. Þetta eru rétt rúmar 300 þúsund krónur í verktakagreiðslu fyrir skatt. Þetta er bara þannig. Ég verð að sjálfsögðu ekki í fullu starfi á RÚV meðan ég þigg starfslaunin, enda sækir maður um þetta til að fá næði til að geta einbeitt sér að þessu af lífs og sálar kröftum.“ Eiríkur segist varla búinn að átta sig á þessu, hann lagðist áhyggjulaus til svefns í gærkvöldi, átti í tölvuvandræðum og frétti þetta fyrst í morgun þegar hamingjuóskir fóru að streyma til hans. „Ég hrökk í kút. Er ekki búinn að hugsa neitt plan og verð á RÚV í bili, þar til ég fer að þiggja þetta. Þannig liggur það fyrir.“
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira