Við viljum samráð Hjálmar Sveinsson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er löngu úrelt og óhagkvæmt fyrirkomulag og fjárhagslegur klafi á íbúum,“ skrifaði borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir tæpum tveimur árum. Hann bætti við: „Með sameiningu getum við aukið hagsæld, bætt þjónustu og dregið úr kostnaði. Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.“ Borgarstjórinn hafði góðar og gildar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Blind samkeppni sveitarfélaganna á stór-höfuðborgarsvæðinu, sem nær frá Akranesi að Reykjanesi og austur á Selfoss, leiddi til mikillar offjárfestingar í dreifðri og óhagkvæmri byggð, tómu húsnæði og auðum byggingarlóðum. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar mun líklega fara í sögubækurnar sem áratugur takmarkalausrar þenslu, ó(sam)ráðs og hruns. Ástæðunnar fyrir öllu því klúðri er ekki bara að leita í ódýru lánsfé, heldur líka í skipulagsáætlunum sveitarfélaga sem gáfu sér stökkbreytingu í mannfjölda á sínu svæði. Um það er fjallað í merkri skýrslu „Veðjað á vöxt“ sem Háskólinn í Reykjavík gaf út fyrir nokkrum misserum. Ég reikna með að borgarstjóranum hafi blöskrað öll sú mikla sóun á fjármunum, verðmætu landi, auðlindum, orku og tíma sem veðjað-á-vöxt-stefnan hafði í för með sér. Hvað er til ráða. Undanfarin ár hafa fulltrúar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu unnið að gerð nýs svæðisskipulags sem á að gilda frá 2015 til 2040. Það byggir á skuldbindandi samkomulagi sveitarfélaganna frá 24. ágúst 2012 um að stefna að hagkvæmri og sjálfbærri borgarþróun. Í fylgisskjali samkomulagsins er hnykkt sérstaklega á því. Þar segir að markmið um sjálfbæra þróun verði „ráðandi í skipulagi svæðisins með blandaðri landnotkun, þéttingu byggðar og vistvænum samgöngum“. Í svæðisskipulaginu er gengið út frá því að höfuðborgarsvæðið sé eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður, með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir, útmörk, landslag og náttúru. Það sem meira er: Svæðisskipulagið er virk skipulagsáætlun sem verður fylgt eftir allan tímann sem það verður í gildi. Í samkomulagi sveitarfélaganna segir að sveitarfélögin skuldbindi sig til að virða skipulagið og hafa það að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og endurskoðunar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er löngu úrelt og óhagkvæmt fyrirkomulag og fjárhagslegur klafi á íbúum,“ skrifaði borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir tæpum tveimur árum. Hann bætti við: „Með sameiningu getum við aukið hagsæld, bætt þjónustu og dregið úr kostnaði. Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.“ Borgarstjórinn hafði góðar og gildar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Blind samkeppni sveitarfélaganna á stór-höfuðborgarsvæðinu, sem nær frá Akranesi að Reykjanesi og austur á Selfoss, leiddi til mikillar offjárfestingar í dreifðri og óhagkvæmri byggð, tómu húsnæði og auðum byggingarlóðum. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar mun líklega fara í sögubækurnar sem áratugur takmarkalausrar þenslu, ó(sam)ráðs og hruns. Ástæðunnar fyrir öllu því klúðri er ekki bara að leita í ódýru lánsfé, heldur líka í skipulagsáætlunum sveitarfélaga sem gáfu sér stökkbreytingu í mannfjölda á sínu svæði. Um það er fjallað í merkri skýrslu „Veðjað á vöxt“ sem Háskólinn í Reykjavík gaf út fyrir nokkrum misserum. Ég reikna með að borgarstjóranum hafi blöskrað öll sú mikla sóun á fjármunum, verðmætu landi, auðlindum, orku og tíma sem veðjað-á-vöxt-stefnan hafði í för með sér. Hvað er til ráða. Undanfarin ár hafa fulltrúar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu unnið að gerð nýs svæðisskipulags sem á að gilda frá 2015 til 2040. Það byggir á skuldbindandi samkomulagi sveitarfélaganna frá 24. ágúst 2012 um að stefna að hagkvæmri og sjálfbærri borgarþróun. Í fylgisskjali samkomulagsins er hnykkt sérstaklega á því. Þar segir að markmið um sjálfbæra þróun verði „ráðandi í skipulagi svæðisins með blandaðri landnotkun, þéttingu byggðar og vistvænum samgöngum“. Í svæðisskipulaginu er gengið út frá því að höfuðborgarsvæðið sé eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður, með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir, útmörk, landslag og náttúru. Það sem meira er: Svæðisskipulagið er virk skipulagsáætlun sem verður fylgt eftir allan tímann sem það verður í gildi. Í samkomulagi sveitarfélaganna segir að sveitarfélögin skuldbindi sig til að virða skipulagið og hafa það að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og endurskoðunar þess.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar