Listrænt hryðjuverk og kapítalískt neysluæði Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 14:30 Bergur Þorgeirsson, tæknilegur ráðunautur bókaútgáfunnar Tófu, Anna Guðný Gröndal og Bjarni Klemenz, aðstandendur Tófu. vísir/valli „Við höfum verið að tala um að stofna útgáfu í ár og þetta er fyrsta bókin sem við gefum út,“ segir Anna Guðný Gröndal, einn aðstandenda hinnar nýstofnuðu bókaútgáfu Tófu. Útgáfan hefur nú sent frá sér bókina JÁ eftir Bjarna Klemenz. „Það var ekkert endilega áætlunin að gefa Bjarna út en svo kom hann með þessa bók og þá varð það rétti tíminn til að byrja á þessu. Við ætlum að gera meira á næsta ári, erum að skoða handrit og svo er jafnvel pæling að gefa út tímarit sem myndi fjalla þá um bókmenntir og menningu. En svo er náttúrulega þessi virðisaukaskattur á bækur að koma inn, þannig að við sjáum til hvernig þetta fer,“ segir Anna en þess má geta að Benedikt Gröndal skáld er langalangalangafi hennar svo að bókmenntagenin eru svo sannarlega til staðar. Samkvæmt Bjarna fjallar JÁ um unga listamenn sem beina reiði sinni gegn neysluæði og kapítalisma samfélagsins. „Hún fjallar um listrænt hryðjuverk í Kringlunni sem fer úrskeiðis af því að það leynist einn alvöru hryðjuverkamaður á meðal listamannanna,“ segir Bjarni. Hann fékk hugmyndina að bókinni á ferðalagi um Asíu. „Það var rosa sýnilegt hvað það er mikil neysla og kapítalismi þar. Þess vegna gerist bókin í Kringlunni því hún er svona Mammon.“ Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við höfum verið að tala um að stofna útgáfu í ár og þetta er fyrsta bókin sem við gefum út,“ segir Anna Guðný Gröndal, einn aðstandenda hinnar nýstofnuðu bókaútgáfu Tófu. Útgáfan hefur nú sent frá sér bókina JÁ eftir Bjarna Klemenz. „Það var ekkert endilega áætlunin að gefa Bjarna út en svo kom hann með þessa bók og þá varð það rétti tíminn til að byrja á þessu. Við ætlum að gera meira á næsta ári, erum að skoða handrit og svo er jafnvel pæling að gefa út tímarit sem myndi fjalla þá um bókmenntir og menningu. En svo er náttúrulega þessi virðisaukaskattur á bækur að koma inn, þannig að við sjáum til hvernig þetta fer,“ segir Anna en þess má geta að Benedikt Gröndal skáld er langalangalangafi hennar svo að bókmenntagenin eru svo sannarlega til staðar. Samkvæmt Bjarna fjallar JÁ um unga listamenn sem beina reiði sinni gegn neysluæði og kapítalisma samfélagsins. „Hún fjallar um listrænt hryðjuverk í Kringlunni sem fer úrskeiðis af því að það leynist einn alvöru hryðjuverkamaður á meðal listamannanna,“ segir Bjarni. Hann fékk hugmyndina að bókinni á ferðalagi um Asíu. „Það var rosa sýnilegt hvað það er mikil neysla og kapítalismi þar. Þess vegna gerist bókin í Kringlunni því hún er svona Mammon.“
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“