Færri feður í fæðingarorlof Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2014 08:00 Færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir hrun. vísir/getty Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hlutfall feðra sem taka fæðingarorlof hefur farið minnkandi frá hruni og stefnir í að hlutfall feðra sem tók fæðingarorlof 2013 verði með því lægsta í yfir áratug. Árið 2009 tóku níu af hverjum tíu feðrum fæðingarorlof en það stefnir nú í að lækka um 13 prósentustig, niður í 77 prósent. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra telur eðlilegt að staldra við og íhuga hvað hægt sé að gera til að hækka hlutfall karla sem taka fæðingarorlof.„Við höfum verið að sjá breytingar á fæðingarorlofinu á síðustu árum. Sú þróun sem er að eiga sér stað er afleiðing þess efnahagshruns sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Kristín. Hún vill sjá greiningu á því hvers konar feður taka ekki fæðingarorlof. „Sá ávinningur sem náðist með fæðingarorlofinu er að einhverju leyti að ganga til baka. Það væri fróðlegt að sjá og skoða hvaða feður þetta eru sem skila sér ekki í fæðingarorlof. Er þetta almennt yfir línuna, eða feður af höfuðborgarsvæðinu eða tekjuháir einstaklingar sem veigra sér við að taka fæðingarorlof? Það eru spurningar sem þarf að svara í þessum efnum sem geta skýrt fyrir okkur myndina og til hvaða ráðstafana hægt sé að taka til að auka hlutdeild feðra á nýjan leik.”Eygló bendir á að að hún hafi sett á fót starfshóp til að fara yfir framtíðarskipan fæðingarorlofsVísirRáðherra telur þróunina ekki góða Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra telur málið alvarlegt og vill fá breiða sátt um að bæta úr stöðunni. „Fæðingum hefur fækkað og lægra hlutfall feðra tekur fæðingarorlof. Ég hef sett á fót starfshóp um framtíðarskipan fæðingarorlofs. Ég tel mikilvægt að bæta stöðuna. Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á hinum Norðurlöndunum. Það sem skiptir máli er að aðilar vinnumarkaðarins komi að borðinu og þetta verði hluti af samningaviðræðum um nýja kjarasamninga eftir áramót.“ Eygló segir einnig tekjuhærri feður líklegri til að taka orlof en tekjulægri. „Það sem gæti skýrt þetta að einhverju leyti er ástand á vinnumarkaði. Tekjulágir feður eru hræddari um störfin sín. Því er mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins séu með í ráðum hvað þetta varðar.“ Leó Þorleifsson, forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs, segir þær lagabreytingar sem farið var í á síðasta kjörtímabili á fæðingarorlofssjóðslögunum vera meginskýringu þess að feður taki sér síður fæðingarorlof en áður. „Íslenska fæðingarorlofskerfið þótti lengstum vera fyrirmynd. Hafði fæðingarorlofstaka feðra til að mynda aukist jafnt og þétt fram að efnahagshruninu haustið 2008 þegar um 90 prósent feðra nýttu einhvern hluta réttar síns. Eftir efnahagshrunið 2008 hefur komið töluvert bakslag í nýtinguna sem að öllum líkindum verður rakið til þeirra lagabreytinga sem þá var ráðist í og þá fyrst og fremst lækkunar á hámarksgreiðslum úr sjóðnum ásamt breytingum sem urðu á íslensku samfélagi.“ Kristín telur einmitt lækkun hámarksgreiðslna hamla feðrum frekar en áður að taka fæðingarorlof. „Þakið er allt of lágt og mikil kjaraskerðing sem bæði konur og karlar verða fyrir á þessu tímabili. Ástandið á vinnumarkaði hefur einnig gert það að verkum að fólk hefur verið hrætt um starfið sitt. Það á kannski sérstaklega við um karla. Að mínu mati þarf að slá í klárinn, fyrst og fremst hækka hámarksgreiðslur að nýju.“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira