Flottar konur með skrautlegt sálarlíf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 11:00 Hlín Agnarsdóttir leikstjóri leiðbeinir hluta leikkvennanna á æfingu í Iðnó. Mynd: Salvör Aradóttir Þetta er ljóðagjörningur sem þýðir það að við ætlum ekki bara að lesa ljóðin og flytja þau heldur aðeins leika þau líka,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri ljóðagjörningsins Sál mín var dvergur á dansstað í gær, sem unninn er upp úr ljóðheimi Steinunnar Sigurðardóttur og verður sýndur í Iðnó í kvöld. „Það er svo mikið leikhús og samtal í ljóðum Steinunnar sem við nýtum okkur í sýningunni,“ bætir Hlín við. Þátttakendur í gjörningnum eru listakonur úr hópnum Leikhúslistakonur 50 plús sem starfað hefur í Iðnó síðan í september. „Þetta eru listakonur, leikkonur og tónlistarkonur og við göngum dálítið langt í því að nýta okkur leikhúsið til þess að koma þessum texta á framfæri,“ útskýrir Hlín. „Ljóð og leikhús standa svo nálægt hvort öðru þannig að það er mjög gaman að vinna með það.“ Það er sannkallað stórskotalið listakvenna sem að sýningunni stendur, en alls koma fram ellefu konur í sýningunni. Söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur samið tónlist við nokkur ljóðanna sem hún mun syngja, Helga Björnsson hannar útlit og umgjörð og Hlín lofar glæsilegu sjóvi. „Þetta eru tíu flottar konur á síðkjólum,“ segir hún. „Þær eru eins og konurnar hennar Steinunnar sem eru flottar konur með skrautlegt sálarlíf, sem kemur ekki síst fram í ljóðunum.“ Steinunn hlaut á dögunum Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en það vissu listakonurnar að sjálfsögðu ekki þegar skipulagning gjörningsins hófst. „Ég ákvað þetta strax í haust þegar við komum saman, hópurinn,“ segir Hlín. „Ég hef lengi haft áhuga á að búa til svona gjörning úr ljóðum Steinunnar og raunar langar mig að fara lengra með konseptið og hreinlega búa til alvöru leikhús úr þessum ljóðum. Ég stefni að því ef þetta tekst vel hjá okkur á mánudagskvöldið.“ Dagkráin hefst í Iðnó klukkan 20 í kvöld og stendur í um það bil klukkutíma. „Við byrjum bara með þetta eina skipti en ef það gengur vel þá kannski endurtökum við leikinn síðar,“ segir Hlín. Menning Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þetta er ljóðagjörningur sem þýðir það að við ætlum ekki bara að lesa ljóðin og flytja þau heldur aðeins leika þau líka,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri ljóðagjörningsins Sál mín var dvergur á dansstað í gær, sem unninn er upp úr ljóðheimi Steinunnar Sigurðardóttur og verður sýndur í Iðnó í kvöld. „Það er svo mikið leikhús og samtal í ljóðum Steinunnar sem við nýtum okkur í sýningunni,“ bætir Hlín við. Þátttakendur í gjörningnum eru listakonur úr hópnum Leikhúslistakonur 50 plús sem starfað hefur í Iðnó síðan í september. „Þetta eru listakonur, leikkonur og tónlistarkonur og við göngum dálítið langt í því að nýta okkur leikhúsið til þess að koma þessum texta á framfæri,“ útskýrir Hlín. „Ljóð og leikhús standa svo nálægt hvort öðru þannig að það er mjög gaman að vinna með það.“ Það er sannkallað stórskotalið listakvenna sem að sýningunni stendur, en alls koma fram ellefu konur í sýningunni. Söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur samið tónlist við nokkur ljóðanna sem hún mun syngja, Helga Björnsson hannar útlit og umgjörð og Hlín lofar glæsilegu sjóvi. „Þetta eru tíu flottar konur á síðkjólum,“ segir hún. „Þær eru eins og konurnar hennar Steinunnar sem eru flottar konur með skrautlegt sálarlíf, sem kemur ekki síst fram í ljóðunum.“ Steinunn hlaut á dögunum Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en það vissu listakonurnar að sjálfsögðu ekki þegar skipulagning gjörningsins hófst. „Ég ákvað þetta strax í haust þegar við komum saman, hópurinn,“ segir Hlín. „Ég hef lengi haft áhuga á að búa til svona gjörning úr ljóðum Steinunnar og raunar langar mig að fara lengra með konseptið og hreinlega búa til alvöru leikhús úr þessum ljóðum. Ég stefni að því ef þetta tekst vel hjá okkur á mánudagskvöldið.“ Dagkráin hefst í Iðnó klukkan 20 í kvöld og stendur í um það bil klukkutíma. „Við byrjum bara með þetta eina skipti en ef það gengur vel þá kannski endurtökum við leikinn síðar,“ segir Hlín.
Menning Mest lesið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“