Blámaður ógurlegur, biki svartari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 13:00 "Mér hefur sennilega frá upphafi verið ætlað að verða miðaldafræðingur. Það fylgir bara nafninu,“ segir Arngrímur Vídalín glettinn. Vísir/Stefán „Blámönnum er lýst sem tröllum og í þjóðsögum eru þeir notaðir sem óvættir sem hetjur þurfa að glíma við. Þeir eru geymdir við hirðir konunga sem sýnisgripir og glímukappar. Þetta er afskaplega neikvæð mynd sem á sér sennilega fornar rætur í landalýsingum fornaldarmanna,“ segir Arngrímur Vídalín, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Hann hefur rannsakað merkingar orðsins blámaður í fornum ritum og ætlar að drepa á ýmis dæmi um þær í fyrirlestri í Árnagarði á morgun sem nefnist Skal ek fásk við blámann yðvarn. Arngrímur segir elsta dæmið sem hann hafi fundið um orðið blámaður vera úr Fagurskinnu sem er skrifuð um 1240, þar virðist það vísa til Mára en þeir voru blanda af þjóðflokkum sem lögðu undir sig Spán og voru dekkri á hörund en Norður-Evrópubúar. Arngrímur vitnar líka í Postulasögu sem til er í tveimur útgáfum. „Í annarri útgáfunni kemur fram að postulinn fer til Indíalands og ætlar að særa út djöful úr skurðgoði með guðsorði og út kemur dimmur skuggi með svarta vængi og rauðglóandi augu en í hinni útgáfunni er þetta fyrirbæri kallað „blámaður ógurlegur, biki svartari“.“ En hvenær er hætt að minnast á blámenn í bókmenntum? „Það er ekki fyrr en upp úr miðri 20. öld en orðabókarskýringin er bara blökkumaður. Allir eru velkomnir á fyrirlestur Arngríms á morgun klukkan 16.30 í stofu 422 í Árnagarði meðan húsrúm leyfir. Menning Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Blámönnum er lýst sem tröllum og í þjóðsögum eru þeir notaðir sem óvættir sem hetjur þurfa að glíma við. Þeir eru geymdir við hirðir konunga sem sýnisgripir og glímukappar. Þetta er afskaplega neikvæð mynd sem á sér sennilega fornar rætur í landalýsingum fornaldarmanna,“ segir Arngrímur Vídalín, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Hann hefur rannsakað merkingar orðsins blámaður í fornum ritum og ætlar að drepa á ýmis dæmi um þær í fyrirlestri í Árnagarði á morgun sem nefnist Skal ek fásk við blámann yðvarn. Arngrímur segir elsta dæmið sem hann hafi fundið um orðið blámaður vera úr Fagurskinnu sem er skrifuð um 1240, þar virðist það vísa til Mára en þeir voru blanda af þjóðflokkum sem lögðu undir sig Spán og voru dekkri á hörund en Norður-Evrópubúar. Arngrímur vitnar líka í Postulasögu sem til er í tveimur útgáfum. „Í annarri útgáfunni kemur fram að postulinn fer til Indíalands og ætlar að særa út djöful úr skurðgoði með guðsorði og út kemur dimmur skuggi með svarta vængi og rauðglóandi augu en í hinni útgáfunni er þetta fyrirbæri kallað „blámaður ógurlegur, biki svartari“.“ En hvenær er hætt að minnast á blámenn í bókmenntum? „Það er ekki fyrr en upp úr miðri 20. öld en orðabókarskýringin er bara blökkumaður. Allir eru velkomnir á fyrirlestur Arngríms á morgun klukkan 16.30 í stofu 422 í Árnagarði meðan húsrúm leyfir.
Menning Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira