Frumflytja sjö ný íslensk tónverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 12:00 Hanna Dóra Sturludóttir: „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu.“ Vísir/GVA „Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Menning Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld.
Menning Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira