Málfundur um kynblint hlutverkaval 10. nóvember 2014 10:30 Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri og Emily Carding leikkona vinna nú að uppsetningu á Ríkharði III fyrir eina konu. Mynd úr einkasafni Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói. Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18. Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag. Síðan ræðir Emily Carding leikkona um reynslu sína af því að leika klassísk karlhlutverk. Auk þess er von á góðum gestum sem taka munu til máls. Að sögn þeirra stallsystra er um þessar mundir mikið rætt í Bretlandi um mikilvægi þess að skoða hlutverk út frá hinu kyninu, sem einhvers konar söguendurritun, og opna fyrir möguleikann á því að konur geti leikið rullur sem upphaflega voru ætlaðar karlmönnum. Sögulega er meira um hlutverk fyrir karlmenn í leikhúsi en konur eru nú í miklum meirihluta leiklistarfólks og er því ójafnvægi milli þess hverjir skapa listina og hverja hún túlkar. Nýverið hefur myndast hreyfing innan Bretlands þar sem konur snúa sér að því að leika týpísk karlhlutverk og karlar takast á við kvenhlutverk af meiri alvöru en tíðkast hefur undanfarna áratugi. Þetta er hluti af stærri hreyfingu þar sem fólk er að átta sig á að jafnræði er ekki komið á innan listarinnar. Leikhúsið er því sett í sviðsljósið í þessari umræðu. Á fimmtudagskvöldið klukkan sjö munu þær Emily og Kolbrún Björt svo sýna verkið Ríkharður III, verk í vinnslu í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói. Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18. Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag. Síðan ræðir Emily Carding leikkona um reynslu sína af því að leika klassísk karlhlutverk. Auk þess er von á góðum gestum sem taka munu til máls. Að sögn þeirra stallsystra er um þessar mundir mikið rætt í Bretlandi um mikilvægi þess að skoða hlutverk út frá hinu kyninu, sem einhvers konar söguendurritun, og opna fyrir möguleikann á því að konur geti leikið rullur sem upphaflega voru ætlaðar karlmönnum. Sögulega er meira um hlutverk fyrir karlmenn í leikhúsi en konur eru nú í miklum meirihluta leiklistarfólks og er því ójafnvægi milli þess hverjir skapa listina og hverja hún túlkar. Nýverið hefur myndast hreyfing innan Bretlands þar sem konur snúa sér að því að leika týpísk karlhlutverk og karlar takast á við kvenhlutverk af meiri alvöru en tíðkast hefur undanfarna áratugi. Þetta er hluti af stærri hreyfingu þar sem fólk er að átta sig á að jafnræði er ekki komið á innan listarinnar. Leikhúsið er því sett í sviðsljósið í þessari umræðu. Á fimmtudagskvöldið klukkan sjö munu þær Emily og Kolbrún Björt svo sýna verkið Ríkharður III, verk í vinnslu í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“