Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason fagna hér Gylfa Þór Sigurðssyni sem kom Íslandi í 1-0. Vísir/Valli Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Ísland er í fyrsta sinn frá upphafi með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í undankeppni stórmóts og tekur á móti stórliði Hollands á Laugardalsvelli á mánudagskvöld sem topplið riðilsins. Ekki nóg með það heldur hefur Ísland ekki enn fengið á sig mark en strákarnir unnu í gær afar sannfærandi 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga. Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum en hann hafði þá þegar lagt upp mark fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Varamaðurinn Rúrik Gíslason bætti því þriðja við undir lok leiksins. Öll mörkin komu eftir að Lettland hafði misst mann af velli með rautt spjald en Ísland sótti engu að síður nánast án afláts allan leikinn.Þéttur varnarmúr Letta Strákarnir gáfu tóninn strax á fjórðu mínútu þegar snörp sókn upp vinstri kantinn skilaði góðri sendingu á Jón Daða sem skallaði yfir af stuttu færi. Það reyndist þó nánast eina ógnunin frá Íslandi í teignum í fyrri hálfleik enda var fimm manna varnarlína heimamanna afar þétt. Þar fyrir framan voru þrír miðjumenn sem hættu sér varla af eigin vallarhelmingi. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa ekki vanist því síðustu ár og áratugi að vera nánast í stöðugri sókn á sterkum útivelli í austurhluta Evrópu. Það var þó engu að síður raunin í Ríga. Heimamenn voru sáttir við að liggja til baka og beita skyndisóknum. Það gekk þó ekki betur en svo að heimamenn áttu eina marktilraun í fyrri hálfleik – Ísland átta. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Emil Hallfreðsson tvö skot að marki en annars náðu strákarnir lítið að koma hinum 39 ára Aleksandrs Kolinko úr jafnvægi í markinu.Sóknarþunginn jókst Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik, ekki síst eftir að heimamenn misstu Artjoms Rudnevs af velli með rautt spjald. Rudnevs, sem braut á Ara Frey í fyrri hálfleik, lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Arons Einars. Sóknarþungi Íslands varð meiri með hverri mínútunni. Lettarnir fóru með varnarlínuna enn nær markinu sínu og Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða. Jón Daði komst í færi, Gylfi og Emil sömuleiðis. Það var svo á 66. mínútu að síendurtekin högg íslensku sóknarinnar náði loksins að brjóta gat á lettneska múrinn. Það gerði Gylfi Þór með glæsilegri afgreiðslu í teignum eftir góða sendingu Arons Einars. Eftir stutta töf á leiknum vegna meiðsla dómarans náði landsliðsfyrirliðinn sjálfur að koma sér á blað og skora þar með sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum. Aron Einar skallaði fyrirgjöf Emils úr aukaspyrnu laglega í fjærhornið og kom Íslandi í afar þægilega stöðu. Einbeitingarleysi á lokamínútunum kom þó strákunum í koll og þeir voru næstum búnir að fá mark á sig þegar Ari Freyr Skúlason hreinsaði á línu á 84. mínútu. En nær komust heimamenn ekki og Rúrik rak síðasta naglann í kistu heimamanna er hann skoraði eftir laglegan sprett þegar lítið var eftir.Þolinmæðin borgaði sig Niðurstaðan frábær sigur okkar manna sem afgreiddu þennan leik frábærlega. Þolinmæðin skilaði sér og það var einkar gaman að sjá leikmönnum farast svo vel úr hendi að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og vera einfaldlega miklu sterkari aðilinn. Síðast þegar þessi tvö lið mættust í undankeppni stórmóts skoruðu Lettar átta mörk gegn Íslandi í tveimur leikjum. Þó svo að aðeins átta ár séu síðan er breytingin á íslenska landsliðinu slík að það er, sem betur fer, ekkert annað en óljós minning.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira