Talin hafa snert andlit sitt með hanska Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. október 2014 07:00 Starfsfólk á sjúkrahúsinu í Madrid þrífur stjúkrastofuna þar sem ebólusmitaður prestur lést í ágúst. fréttablaðið/AP Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. Í viðtali við spænska dagblaðið El Mundo segist aðstoðarhjúkrunarkonan, sem heitir Teresa Romero, halda að þetta hafi gerst þegar hún var að fara úr hlífðarbúningi, þegar hún var komin út úr sjúkrastofunni á sjúkrahúsi í Madrid þar sem presturinn var í einangrun: „Þarna var, sýnist mér, hættulegasta augnablikið þar sem þetta hefði getað gerst. En ég er ekki viss.“ Javier Limon, eiginmaður hennar, segir í viðtali við sama blað að eiginkona hans hafi farið í frí eftir að presturinn, Garcia Viejo, lést þann 25. ágúst. Fimm dögum síðar veiktist hún og fékk vægan hita, en fór þó í starfstengt próf ásamt fleiri nemendum. Hún leitaði læknis á heilsugæslustöð, en tók þar ekki fram að hún hefði tekið þátt í umönnun ebólusjúklings. Yfirvöld fullyrða að hún hafi aldrei yfirgefið Madrid á þessu tímabili. Ebólufaraldurinn, sem hófst í vestanverðri Afríku fyrr á árinu, hefur nú kostað um 3.500 manns lífið. Sjúklingar hafa verið fluttir frá ríkjum Afríku til Bandaríkjanna, Spánar og Noregs. Í gær skýrðu bandarísk stjórnvöld frá því að á flugvöllum þar í landi yrði nú kannað hvort farþegar frá vestanverðri Afríku væru með hita.Endurskoða viðbragðsáætlun „Það er unnið hörðum höndum að endurskoðaðri viðbragðsáætlun hér heima, ef upp kæmi tilfelli af ebólu eða grunur um smit,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og bætir við að áætlunin sé í stöðugri endurskoðun. Hún segir að Landspítalinn, Keflavíkurflugvöllur, heilsugæslustöðvar ásamt lögreglu og fleirum taki þátt í að vinna viðbragðsáætlunina. Að sögn Guðrúnar er enginn íslenskur hjálparstarfsmaður við störf á þeim svæðum þar sem faraldurinn geisar. Hún segir embættið hvetja fólk til að ferðast ekki til Vestur-Afríku að óþörfu. Ebóla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. Í viðtali við spænska dagblaðið El Mundo segist aðstoðarhjúkrunarkonan, sem heitir Teresa Romero, halda að þetta hafi gerst þegar hún var að fara úr hlífðarbúningi, þegar hún var komin út úr sjúkrastofunni á sjúkrahúsi í Madrid þar sem presturinn var í einangrun: „Þarna var, sýnist mér, hættulegasta augnablikið þar sem þetta hefði getað gerst. En ég er ekki viss.“ Javier Limon, eiginmaður hennar, segir í viðtali við sama blað að eiginkona hans hafi farið í frí eftir að presturinn, Garcia Viejo, lést þann 25. ágúst. Fimm dögum síðar veiktist hún og fékk vægan hita, en fór þó í starfstengt próf ásamt fleiri nemendum. Hún leitaði læknis á heilsugæslustöð, en tók þar ekki fram að hún hefði tekið þátt í umönnun ebólusjúklings. Yfirvöld fullyrða að hún hafi aldrei yfirgefið Madrid á þessu tímabili. Ebólufaraldurinn, sem hófst í vestanverðri Afríku fyrr á árinu, hefur nú kostað um 3.500 manns lífið. Sjúklingar hafa verið fluttir frá ríkjum Afríku til Bandaríkjanna, Spánar og Noregs. Í gær skýrðu bandarísk stjórnvöld frá því að á flugvöllum þar í landi yrði nú kannað hvort farþegar frá vestanverðri Afríku væru með hita.Endurskoða viðbragðsáætlun „Það er unnið hörðum höndum að endurskoðaðri viðbragðsáætlun hér heima, ef upp kæmi tilfelli af ebólu eða grunur um smit,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og bætir við að áætlunin sé í stöðugri endurskoðun. Hún segir að Landspítalinn, Keflavíkurflugvöllur, heilsugæslustöðvar ásamt lögreglu og fleirum taki þátt í að vinna viðbragðsáætlunina. Að sögn Guðrúnar er enginn íslenskur hjálparstarfsmaður við störf á þeim svæðum þar sem faraldurinn geisar. Hún segir embættið hvetja fólk til að ferðast ekki til Vestur-Afríku að óþörfu.
Ebóla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira