Markaðsbrestir og mótvægi Jón Sigurðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun